miðvikudagur, október 27, 2004

Bloggara er best að lifa

Nú er ég í vinnunni enn eina ferðina (ég blogga bara í vinnunni svo ég veit ekki alveg afhverju ég var að taka það fram...humm). Nú en það er frekar rólegt hér núna svo ákvað að nota tækifærið og lýsa ánægju minni yfir þessum ágæta miðli sem bloggið er, og finnst mér að fleiri ættu að tileinka sér það. Í tilefni af því: Til hamingju með bloggið þitt Elísabet :) Þetta er allt í rétta átt. Ég mæli sem sagt eindreigið með þessu. Svo smá blogg leirburður (bloggburður) í restina. Have a nice day all and everyone. :)

Bloggið er gott og gagnast þér
Gengur nú ekki annad
Hve magnadur sá miðill er
Mörg dæmi hafa sannað

Með linkum góðum, litmyndum
Og lærdómsríkum sögum
Auðvelt að læra og fræðast um
Á ekki mörgum dögum

Þú ættir að prófa því þetta er snilld
Það gaman er að því að vinna
Svo brátt getur birjað að blogga að vild
Og bætist í hóp okkar hinna

EBB

3 Comments:

At 2:08 f.h., Blogger Elísabet Katrín said...

Hæ, fínt blogg hjá þér :)
Og takk fyrir hamingjuóskirnar:)
Ég er búin að skila til Þórðar og Sverris að byrja að blogga, svo kemur árangurinn í ljós. Hafðu það gott :) kær kveðja EKF

 
At 1:42 f.h., Blogger Lifur said...

Leggst þetta svona á fjölskyldur þetta bloggvesen.

 
At 2:16 f.h., Blogger Nonni said...

já vonandi!

 

Skrifa ummæli

<< Home