fimmtudagur, október 21, 2004

Pedro Almodóvar er snillingur!


Atriði úr nýjustu mynd Pedro Almodóvar: La Mala Educatión

Já það eru ábyggilega margir sammála mér í því og ef fólk vill samfærast um að honum fer ekki aftur með árunum, þá mæli ég eindreigið með nýjustu mynd hans: La Mala Educatión. 'Eg tek samt fram að þessi mynd er ekki fyrir fólk með hommafóbíu, það er vart konu að sjá alla myndina. Myndin fjallar um tvo vini sem voru saman í drengjaskóla þar sem annar þeirra var misnotaður kynferðislega. Þeir hittast svo mörgum árum seinna. Annar þeirra er frægur leikstjóri og hinn kemur með til hans handrit sem fjallar um æfi hans, þar sem ýmislegt kemur í ljós og ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera.
Það er frábært hvernig hann (Pedro) kemur manni á óvart á 15 mínútna fresti og svo var alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Myndatakan er geðveik og leikararnir ótrúlega samfærandi. Ef myndin verður ekki tilnefnd til 'Oskarsverðlauna þá er ég illa svikin. Mæli eindregið með þessari mynd. ******

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home