föstudagur, október 15, 2004

'I helgarfrí ég fer tralllalala

Já þá er maður bara á leið í 4 daga helgarfrí eftir "erfiði" sídustu vikunnar. Fór á brunaæfingu í vinnunni í fyrradag og svo beint á Dinnershow í Cirkus byggingunni. Glæsilegt sjó þar sem þjónustufólkið var líka í aðalhlutverki á sviðinu bæði með dans og söng (Elvis kom meira ad segja og sagdi: "Thank you very much, it is good to be alive"). Alveg svaðalega prófessjónalt hjá þeim. Það besta var að þetta var frítt! Svo í gærkvöldi fór ég lika út að borða á kostnað hótelsins eitthvað flugvallarfólk sem kom og við fengum að borða með ef við vildum. Svo það getur stundum borgað sig að vinna hér. Jæja, best að fara að huska sér heim að sofa enda er klukkan orðin 7 að morgni!!!

2 Comments:

At 11:48 e.h., Blogger Hulda said...

Sæll Nonni þetta er Hulda systir lifrinnar, fyrst hann vill ekki vinnu við uppvask geturðu þá ekki útvegað mér þetta jobb? Ég tala nú ekki um ef frítt er að éta endrum og sinnum.

 
At 12:39 f.h., Blogger Nonni said...

sendu mér bara umsókn og ég skal koma henni áleidis! Því midur er bara boðið upp á frítt að borða fyrir okkur í Móttökunni :( sorry

 

Skrifa ummæli

<< Home