Kostningar smosningar og aðrar hamfarir
Hér sit ég í vinnunni og fylgist með kostningum. Eins og er þá er Bush með 192 fulltrúa og Kerry 112 og þar sem ekki gengur allt of vel í augnablikinu þá er kannsli ráð að líta á annars konar hamfarir:Annars var ég að borða hangikjöt um daginn. Við félagarnir á Ny Østergade buðum Lilju og Ólu í mat og tróðum okkur út af Eyfirsku hangikjeti með Ora baunum, Eyfirskum kartöflum, rauðkáli og hvítri sósu sem Lilja á heiðurinn af. Geisilega skemmtilegt kvöld. Ég hlakka til að koma heim um jólin og borða hangikjöt nánast annanhvern dag. Og mundu Lilja, Þú ætlaðir að ná í mig á flugvöllin :)
Mér brá frekar í brún í fyrrakvöld þegar ég fór að taka út pening í hraðbankanum. Þá tók ég eftir að það hafði verið tekið út af reikningnum mínum 5000 D.kr síðasta fimmtudag! Þar sem ég hafði ekki snert á kortinu í 2 vikur brá mér heldur í brún. Hálftíma seinna var ég búinn að loka kortinu. Þegar ég svo mætti í bankann morguninn eftir kommst ég að því að það hafði verið tekið 10.000 allt í allt (120.000 Í.kr)!! Eftir nokkrar taugastrekktar mínútur, kom þjónustufulltrúinn til mín með þær fréttir að það hefðu einhverjir óprúttnir náungar skannað kortið mitt (og ég var víst ekki sá eini) einhverntíman þegar ég hef verið að taka úr pening í hraðbanka niðri í bæ. Til þess notuðu þeir skanner sem þeir komu fyrir þar sem maður stingur kortinu inn. Ótrúlegt að svona sé hægt! Ég skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að það hafði ekki verið ég sem tók út þennan pening og var mér lofað að ég fengi allan peninginn til baka eftir tvo daga og nýtt kort eftir 5 daga. Það var maður töluvert léttari á sér (þó nánast ósofinn væri) sem hjólaði heim til sín kl. 12.00 í gærdag.
Já það er eins gott að hafa augun opin þegar maður er að taka úr peninga. Jæja þá er vinnutíminn farinn að stittast í annan endan og kannski best að fara að sinna skildustörfum. Svo er Kerry að draga á Bush. Bush er nú með 197 fulltrúa og Kerry 188. Svo það er aldrei að vita nema bjartur og fagur dagur sé í vændum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home