Damn Good Times - Part II (Live)
Helgin var vægast sagt viðburðarík! Mun ég nú reyndar stikla á stóru hér því að sumt er bara hreint ekki við hæfi hér, off limits eða bara leindó...he he ;)Eló Systir kom á fimmtudaginn og við byrjuðum að sjálfsögðu að fara á Café Oscar og fá okkur "létta hressingu". Ég fór svo á æfingu en Eló fór í Tivolí. Æfingin gekk vel. Biggi öskrari kominn frá Íslandi (höfðum líka æft kvöldið áður) og allir í gírnum. Það var komið frekar seint heim þá nóttina.
Föstudaginn fórum við Eló í Brunch á Café ZEZE og svo tókum við sightseeing túr með tilheyrandi skyldu stoppum á Nýhöfn og við mjög litlu hafmeyjuna. Um kl. 17:30 mættum við til vinar hans Stebba til að vera vitni að heims forfrumsýningu á myndbandinu við lagið Skítkast. Ég verð að segja að það var hreint út sagt mergjað...þó ég segi sjálfur frá, og voru allir sammála um það. Hann Ari leikstjóri er snillingur og á mikinn heiður skilinn. Það er ætluninn að reyna að koma því einhverstaðar að á íslenskri sjónvarpsstöð. Eftir myndbandsýninguna fórum við Eló og hittum aðeins Ólu og Una. Það var svo farið snemma heim enda stór dagur framundan.
Laugardagurinn var tekinn snemma og farið í dýragarðinn. Eftir það fórum við niður á Eyrarsunds Kolleggi í rót og hljóðprufu. Það gekk ótrúlega illa að fá allt til að virka og voru endalaus vandamál sem þó tókst flest að leysa á endanum. Við tókum prufu og ég fór svo heim og gerði mig kláran í slaginn.
Húsið opnaði svo kl. 21:00 og upphitunarhljónsveitin birjaði skömmu síðar. Það var hljómsveitin Passload frá Spjald á Jótlandi. Sem er skipuð sex 14-15 ára gömlum strákum. Þeir stóðu sig alveg eins og hetjur. Hekkenfeld steig svo á stokk upp úr kl. 23:00, eftir að myndbandið við Skítkast var frumsýnt á stórskerm við mikinn fögnuð og hlátur viðstaddra...enda bráðfyndið. Ég verð að segja að í fyrstu 3-4 lögunum vorum við hálf stirðir (Þórður: óheppinn að þú fórst svona snemma heim!) en svo fór að lifna yfir okkur og eftir hlé vorum við, sem og allir viðstaddir, í bana stuði (takk Jack!;). Að venju spiluðum við mikklu lengur en við ætluðum enda viðstaddir komnir í mikinn ham. Ég giska á það það hafi verið ca. 70-80 manns sem voru á tónleikunum og við náðum að selja 12-15 diska sem er nú bara nokkuð gott. Eyvör Pálsdóttir var með tónleika á sama stað nokkrum mánuðum fyrr og seldi ekki einn einasta disk! Eftir tónleikana fóru flestir hljómsveitarmeðlimir á pöbbin og héldu áfram að djamma og halda upp á vel heppnaða tónleika.
Á Sunnudeginum var mætt í messu og sungið eftir 4 tíma svefn. Ekki málið! Tókst bara þrusu vel þrátt fyrir að nokkuð margir kórmeðlimir hefðu heldur vilja vera heima undir sæng enda voru flestir á tónleikunum kvöldið áður. Eftir það fór ég að taka til eftir ballið og fór svo með systur minni (sem var eitthvað slöpp greyið einhverra hluta vegna);) á Café Oscar þar sem við hittum Ólu, Sigga Bassa og Steinar.
Þetta var sem sagt - all in all - vel heppnuð helgi. :) :)
Mig langar í lokin að minna fólk á heimasíðuna okkar www.hekkenfeld.dk og er þar m.a. hægt að taka þátt í nýrri könnun. :) Ég læt ykkur svo vita um leið og diskurinn verður fáanlegur á Íslandi. Hér í Danmörku er t.d. hægt að pannta hann á heimasíðunni eða kaupa hann á Kaffi Jónas.
3 Comments:
Frábærir tónleikar!!! Myndbandið er líka æðislegt! Takk fyrir góða skemmtun Kveðja Berglind
Hæ Jón og takk fyrir síðast. Tónleikarnir voru náttúrulega hrein snilld og þvílíkt gaman að það hálfa hefði verið alveg frábært líka :)
Ég uppgötvaði samt mér til skelfingar þegar heim kom að ég gleymdi náttúrulega diskinum mínum hjá þér!!! Sjáumst :) Takk fyrir mig:) Bið að helsa "elskunum Óla og Unu" hehe, og svo öllum hinum :)
Sæll Jón!
Takk fyrir síðast.
þetta var stuð og maður tók almennilega á því.
Gaman að kíkja á bloggið hjá þér,
hlakka til að fá símtal frá þér á Íslandi.
Reikna með að kíkja við hjá þér í júlí mánuði.
Förum í gólf og drekkum Jack ; )
Skrifa ummæli
<< Home