þriðjudagur, maí 03, 2005

Wearing a raincoat

BOOM! Skall á okkur þrumuveður í dag og það á víst að rigna slatta á næstu dögum og ekki mikið um sól. Það er kannski eins gott þar sem ég hef ekki mikinn tíma til að sóla mig. Eintómar æfingar með bandinu og undirbúingsvinnan fyrir tónleikana 14. Maí í fullum gangi.
Annars fór ég á Pan á föstudagskvöldið og söng í karioke og dansaði eins og herforingi til kl. 4:00....en ég segi nú bara eins og Danny Glover í Lethal Weapon: " I'm getting too old for this shit!" Gott ef ég sagði það ekki við sjálfan mig þegar ég vaknaði 3 tímum seinna til að fara á Hekkenfeld fund! Ég vissi nú reyndar að það var von á góðu á þeim bænum enda er Skari Pönk alltaf höfðingi heim að sækja.:) Daginn eftir var æfing og svo var farið í Fælledparken og fagnað 1. Mai ásamt öllum kófdrukknu unglingunum sem ekki hafa hugmynd um hvað þetta snýst allt saman, finnst bara gaman að koma á ókeypis útihátíð.
Svo kom Óla haltrandi í mat til okkar í gærkvöldi...greyið stúlkan var víst að snúa sig um helgina...æ æ :(
Ég er að vinna í að draga hana með mér til S-Ameríku og er hún bara orðinn nokkuð heit. Ég vona svo sannarlega að það takist...hún hefði nú líka svo gott að því að komast í gott ferðalag og lenda í fullt af æfintýrum sem hún á aldrei eftir að gleyma. Heyrir þú það óla?! :)

1 Comments:

At 10:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hva ætlardu ad fara ad draga eitthverja lessu klessu med ter til sudur ameriku jon minn.. :)hihihi . en jamm mer er sko alveg farin ad hitna

 

Skrifa ummæli

<< Home