mánudagur, apríl 11, 2005

Man, It's So Loud In Here

Já það má segja að síðustu tvær helgar hafi verið í merki vínberans. Síðustu helgi var mega partí á Ny Østergade 23 (Uni fékk að halda upp afmælið sitt hjá okkur). Þrusu gaman og endaði á Pan eins og svo oft áður þegar þessi hópur á í hlut. ;) Kvöldið eftir dró ég Ólu í innflutnings partí hjá Dýrley og Einari. Það var líka skemmtilegt svona þegar maður var var hættur að taka eftir áhrifum kvöldsins á undan. Geggjuð íbúð. Orð kvöldsins var: "Þversum".
Svo leið vikan með vinnu, svefni og kaffihúsaferðum. Nú á föstudagskvöldið var það svo Kirkjukór (eða kirkjubjór eins og Siggi segir) Íslenska Safnaðarins sem réðst í hús hjá mér, bjó til mexíkanskan mat, drakk frá sér ráð og rænu og rústaði íbúðinni!!! Nei nei þetta var kannski svo slæm. Leit hinsvegar ekki vel út þegar ég kom fram eldsnemma næsta morgun skel þunnur. Jæks!! Var ekki lengi að skríða uppí aftur. Ég held ég hafi svona innst inni verið að vona að allt væri spik and span þegar ég færi á fætur næst. Ekki var það svo :(. Steinar kom svo bjargandi hendi og hjálpaði mér að taka til. Svo fórum við í kaffi og svo var það bara Pizza og TV það sem eftir var kvölds. Ég er bara guðslifandi feginn að ég er að vinna næstu helgi!!

Skál í boðinu!

3 Comments:

At 7:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

bara kvitta fyrir mig sæti minn......mar missti greinilega af miklu fjöri :( en allvega knús og kossar bið að heilsa öllum ......Liljos thehousewifeinthewestside ;)

 
At 5:38 e.h., Blogger Sverrir Friðriksson said...

Hey, Johnny Park,
Ef þú ætlar að skíra póstana þína með nöfnum laga They Might be Giants héðan af óska ég þér til hamingju með að hafa fengið þessa hugmynd á undan mér... you bastard. En ég á fullt af rollum eftir áður en ég get farið að gera eitthvað ámóta.

 
At 10:27 e.h., Blogger Lifur said...

Var ekki Afríka með Toto?

 

Skrifa ummæli

<< Home