þriðjudagur, mars 29, 2005

If you are what you eat...then I'm a chicken!

Já þá eru páskarnir búnir og hversdagsleikinn tekur við aftur. Ég verð nú reyndar að viðurkenna að ef ég hefði ekki farið að syngja í páskamessu þá hefði ég varla orðið páskanna var. Var reyndar í fríi alla páskana en gerði ekki mikið páskalegt eins og að borða góðan mat eins og fjölskyldumeðlimir mínir á Íslandi. Bæði Þórður og Elísabet komu með örlitla upptalningu á blogginu yfir hvað þau nú borðuðu af dýrindis mat yfir helgina. Svona til gamana langar mig að koma með svipaða upptalningu.
Fimmtudagur: Pasta með kjúkkling.
Föstudagur: Kjúklingapíta
Laugardagur: Kjúklinga salat
Sunnudagur: Kjúklingasamloka
Mánudagur: Mest lítið


Þrátt fyrir mikkla afslöppun um helgina fór ég snemma á fætur á laugardaginn, kl.10:00!!! og skellti mér í golf með Sigga Ragga, Steinari og Héðni frænda hans Steinars. Við fórum á Driving Range (er til orð yfir það á íslensku? hvað segja þýðingasnillingarnir!?) í Nordhavn þar sem við sveifluðum kylfum í 2 tíma. Eftir á var að sjálfsögðu farið á 19.holuna og fengið sér kaldan öl og blaðrað um Bobby Fisher og aðra heimsviðburði. Svo kl. 16:00 fór ég að hitta hana Jóhönnu á Benutsbar. Alltaf gaman að hitta þessa elsku og spjalla um allt milli himnis og jarðar. Eftirminnilegasta umræðuefnið var nú sjálfsagt barnsfæðingar í Afríku en förum ekkert nánar út í það...gæti misskilist;). Eftir stuttan göngutúr í heimahúsin fórum við á Oscar, fengum okkur Kjúklingasalat og sátum til kl. að verða 22:00. Aldeilis frábær dagur frá A til Ö. og mættu þeir vera fleiri þannig :). Á Sunnudeginum var svo sungið í frekar mislukkaðri páskamessu. Við heirðum ekkert í prestinum svo svörin fóru oft fyrir ofan prestagarð og neðan og svo spilaði organistinn lokasálminn einhverstaðar í miðri messu og allt fór í kerfi...má með sanni segja að honum hafi orðið á í messunni! Við Steinar fórum svo í Messukaffi í jónshúsi og tróðum í okkur pönnukökum og tertum. Um kvöldið fórum við Steinar svo að sjá Finding Neverland. Besta mynd sem ég hef séð mjög lengi og sennilega langt þar til hún verður toppuð. Eftir myndina fengum við okkur einn kaldann "one for the road" á næsta Írska pöbb sem endaði með tvöföldum cuba libre á Absalon um 6 leitið morguninn eftir! Já svona getur þetta nú verið.


Borðsiðir nafna míns Depp í Finding Neverland

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home