
Þá lét maður verða af því að sjá þessa margumtöluðu mynd. Keypti myndina á DVD og sé ekki eftir því. það er líka aukalega heimildarmynd um Che Guevara sem ég á enn eftir að kíkka á.
Motorcycle Diaries er alveg brilliant mynd og þeir sem segja annað eru braindead bavíanar! Myndin fjallar um mótorhjóla ferð sem Che og vinur hans fara í um Suður Ameríku og verður til að móta það sem eftir er æfi hans. Þess má geta að ég er líka nýlega búinn að lesa dagbók hans síðasta 1½ árið af æfi hans sem er mjög athyglisverð lesning.Che rules!

Ég er líka nýbúinn að eignast þennan forláta disk sem er bara hreint út sagt algjör perla. Þetta er pottþéttur diskur til að hlusta á í headfónum og bara láta sig hverfa inn í tónana. Emilíana syngur eins og engill. Diskurinn heitir
Fishermans Woman og er must á hverju heimili. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að sjá hana á tónleikum 19.Mars í Litla Vega. Hlakka mikið til. :)

Jú fyrst að ég er kominn svona á kaf í menninguna þá get ég bætt við síðustu bókinni sem ég las. For whom the Bell tolls eftir Ernest Hemingway er bara meistarastykki frá A-Ö. Þar erum við komnir í spænsku borgarastyrjöldina þar sem uppreisnarmenn innan víglínu fasistanna búa sig undir að sprengja mikilvæga brú sem getur orðið til að breyta á gangi stríðsins lýðveldissinnum í vil. Stökk strax upp á topp tíu lista yfir bestu bækur sem ég hef lesið um æfina.
Er að fara á kóramót í Gautaborg um helgina, læt ykkur vita eftir helgi hvernig sú "menningarferð" var. ;)
1 Comments:
Ég vona að þú farir að jafna þig eftir þessa helgi, hafi ekki "misst þig" of mikið;o) Hlakka til að lesa bloggið þitt um helgina
mvh
Berglind
Skrifa ummæli
<< Home