laugardagur, janúar 22, 2005

With a Twist!

Jæja, það er best að láta vita af sér svo fólk fari ekki að kvarta (yfir öðru en prentvillum). Búinn að vera tvisvar veikur í þessum mánuði (þessi Íslandsferð fór alveg með mig;). Fyrst var það kvefpest og svo magapest. Ég held að vinnuveitandi minn ætti að gefa mér kauphækkun eða a.m.k. kjósa mig starfsmann mánaðarins vegna þess að bæði skiptin varð ég veikur í mínum eigin frítíma(ekki væru nú allir sáttir við það).
Ég náði þó í veikindunum að klára bókina Sakleysingjarnir, eftir Ólaf Jóhann og verð að segja að ég var bara nokkuð sáttur. Skemmtilega sagt frá og alltaf eitthvað í gangi í heimi hinna "saklausu".

Ég var víst einhverntíman búinn að lofa Árna bró að koma með umfjöllun/dóm á söngleiknum Óliver sem verið er að færa upp hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur sjálfur heiðurinn af 7 karakterum (skiptir 9 sinnum um búning! Ég tek hattinn ofan). Þetta var í heild vel heppnað verk, þó svo ég hafi ekki séð aðrar uppfærslur og hafi ekkert að miða við. Ég verð að segja að Fagin stóð uppúr (að öðrum ólöstuðum) og tókst með skemmtilegum "trúðslátum" að halda réttri stemmingu á þessari barnasýningu. það kom líka fram í hópatriðunum enda voru þau með eindæmum velheppnuð á hefði sýningin ekki verið neitt neitt án þeirra. Krakkaskarinn sem þarna tróð á fjalir stóð sig svo vel að ég átti ekki orð. Ólíver sjálfur virkaði svolítið óstyrkur í rödd og leik og átti stundum erfitt með sig, að fara ekki að hlægja þegar Fagin var eitthvað að vasast í honum (enda vasaþjófur ha ha ha ;). Ég efast þó ekki um að hann hefur náð að slýpa það af sér stráksi enda sá ég bara generalprufuna og það hefur sennilega verið mjög stressandi fyrir ekki eldri dreng (11). Þótt tónlistin hafi verið bókstaflega í bakgrunninum(mjög kúl uppstilling faktíst)þá var hún oft í forgrunni í sumum atriðunum, svolítið of mikið blast á mússíkinni miðað við allt hitt. Það gæti þó haft áhrif að ég sat á næstfremsta bekk og kannski ekki verið eins áberandi aftar í salnum. Þrátt fyrir að sýningin hafi verið mjög góð í heild sinni væri jafnvel ráð að niðurtóna ofbeldið örlítið (þetta á jú að vera fyrir börn) og þegar Nancy er drepinn mætti alveg spara barsmíðarnar og jafnvel sleppa blóðinu. (vona að ég hafi ekki eyðilagt endirinn fyrir einhverjum;). Þess má geta í lokin að Árni nokkur Friðriksson stóð sig frábærlega og varla séðst annað eins á fjölum LA og þó víðar væri leitað.:)
Chao, hasta pronto!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home