miðvikudagur, desember 15, 2004

Er tungan á undanhaldi?

Ég las það í einhverri könnun hér um daginn að danir væru vel á eftir öðrum þjóðum varðandi lestur og skrift í skólum. Danir voru í 15.sæti og kom það mér svo sem ekkert á óvart. Ég fór svo að leita að Íslandi á listanum en kom ekki auga á það við fyrstu sýn. Sennilega vegna þess að mér þótti eðlilegt að leita ofar á listanum. EN, viti menn, ég fann ísland loks í 16. sæti! á eftir danmörku! Hvað er að verða að bókaþjóðinni mikklu spyr ég nú bara? Eru krakkarnir alfarnir komnir í PS2, SMS, MSN, JPG, MP3 og DVD eða hvað nú þetta allt saman heitir? Synd og skömm!
Sjálfur hef ég nú verið ótrúlega duglegur í bókunum og hespað af 6 eintökum það sem af er þessu ári (mikið á minn mælikvarða) og eru þær allar taldar upp hér fyrir neðan. Ég var einmitt að velta því fyrir mér að stofna "internet" lesklúbb þar sem við lesum ca. eina bók á 2-3 mánaðarfresti og svo verður hist á MSN eða eitthvað . Ef það eru einhverjir sem þetta lesa (reyndar hef ég grun um að það sé hægt að telja lesendur mína á fingrum annarar handar!) sem vilja vera með í bókaklúbbi, þá látið mig endilega vita.

Bókalistinn minn það sem af er árinu:
The Fourth Hand - John Irving *** Treg í birjun en rættist úr henni
The New Your Trilogy - Paul Auster *** skildi allt en samt ekkert...vel skrifuð!
Vernon God Little - DBC Pierre **** skrítin í birjun og erfitt að komast inn í persónurnar en svo gengur allt upp í lokin...ísmeygilega kúl plott
Lord Jim - Joseph Conrad *** langar og mjög ítarlegar lýsingar á því sama fyrsta helming bókarinnar en svo fara hlutirnir að gerast og allt er fyrirgefið.
The DaVinci Code - Dan Brown***** What can I say...SNILLD!
Angles and Demons - Dan Brown***** Robert Langdon aftur á ferð í alls ekki síðri bók
Ég var annars að heyra að Tom Hanks ætti að leika Robert Langdon í The DaVinci Code "the movie"...getur einhver staðfest það????

Nú er á náttborðinu mínu bókin Driving Big Davie eftir norður írann Colin Bateman. Frekar fyndinn gaur. Ef þú getur mælt með einhverri magnaðri bók þá láttu mig endilega vita :) Hvað er á náttborðinu hjá þér?
Jæja nóg í bili, vonandi eru ennþá einhverjir lestrarhestar á klakanum.

Kær kveðja,


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home