þriðjudagur, nóvember 30, 2004

First Denmark and then the WORLD!!!!

Ég var að horfa á fréttirnar í gærkvöldi þeger þeir skelltu 10 mínútna umfjöllun um Ísland í smettið á manni. Það er bara brjálaður uppgangur í þjóðfélaginu og Íslendingar fjárfesta í danaveldi eins og vitlausir væru. Það kom til dæmis í ljós að Ísland er 7. ríkasta þjóð heims!!! og ekki lýgur ríkissjónvarpið danska! Ísendingar fjárfestu fyrir 300 milljónir D.kr. hér á síðasta ári og það lítur út fyrir að í ár fari upphæðin upp í 10 milljarða D.kr.!!!!(þar af hálfur milljarður í Magasin Du Nord) Já það er ljótt þegar 7. ríkasta þjóð heims hefur ekki efni á að borga kennurum - já og bara yfirleit flestum öðrum starfsstéttum - mannsæmandi laun.
---And now fore something compleatly different.
Ég fór á helv. skemmtilega mynd í bío í fyrradag:
The Incredibles

Brjálæðislega vel gerð og mega fyndin. Handrið er brilliant skrifað af Brad Bird sem einnig er rödd Ednu "E" Mode í myndinni. Besta atriðið: "Edna Mode..................................and guest" Ég mæli eindregið með þessari mynd ef þú villt kítla hláturtaugarnar :)Besta Ameríska mynd sem ég hef séð í ár. Ég vona svo sannarleg að það komi númer 2.******
Svo fór ég í Tívolí. Alltaf jafn skemmtileg stemningin þar á jólamarkaðinum. Annars gerði ég lítið annað um helgina, jú, ég fór með Steinari (and friends) á Sabor Latino (salsatek) á laugardagskvöldið. Bara dúndur stuð. Ætti að gera þetta oftar. Alltaf hollt að hrista skankana vel og vendilega.
Svo las ég The Da Vinci Code um helgina. Ótrúlegt kúl plott. Jólagjöfin fyrir lestrarhestinn í ár. Eiginlega gerði ég helling um helgina...svei mér þá.
Þar til næst...

1 Comments:

At 11:26 e.h., Blogger Lifur said...

Æi! Þeir hafa misskilið þetta hjá "Den danske fjernsyn". Það eru ennþá bara þessir 10 kallar sem eru að gera það gott á Íslandi. Jón Ásgeir í Bónus á orðið hálft England. KB banki (Búnaðarbankinn) á Svíþjóð osfrv.

 

Skrifa ummæli

<< Home