fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Með hundinn á hælunum!

Já þeir hekkarar voru á banastuði um helgina við myndbands upptökur í kóngsins köben og fór það fram hjá fáum sem voru staddir á ráðhústorginu milli klukkan 13:00 og 17:00 á laugardeginum. Við tókum upp á Palace Hotel (í einu fundarherberginu) á föstudagskvöldinu með tilheirandi villibráðar dinner á eftir. Á laugardaginn mætti liðið (ekki allir alveg á áætlun enda smá skrall kvöldið áður) á ráðhústorgið með "hundaskít" í poka sem var snilldarlega búin til úr súkkulaðikökudeigi - í anda meistara Hitchcock.
Svo kom vinur Stebba með hundinn sinn og upp hófust leikar með skítkasti, öskrum, stimpingum og eltingaleik um torgið. Það var ekki laust við að vegfarendur rækju upp stór augu á meðan við hin veltumst um af hlátri yfir aðförunum. Svo var að sjálfsögðu haldið áfram fram á nótt í æfingaherberginu með tilheirandi pönki og látum. Við afrekuðum að týna trommaranum, en gátum haldið áfram að spila þar sem Ari Eldjárn kvikmyndatökumaður m.m. settist við skinnin og barði þau til óbóta. Daginn eftir náðu þeir Ari og Biggi söngvari -ég meina öskrari- næstum því að missa af fluginu sínu til Íslands. Já það er rokk í þessu! Þá er bara vonandi að afraksturinn láti sjá sig á einhverri sjónvarpsstöðinni á klakanum á nýja árinu. Nóg í bili klukkan orðin 7:00 og ég ætla að fara heim að sofa! Pönkið lifi!

1 Comments:

At 9:55 e.h., Blogger Elísabet Katrín said...

Hæ, mikið er gaman að lesa hvað er gaman hjá þér :)
Hlakka til að sjá vídeóið ykkar hjá Ríkissjónvarpinu um jólin :)
Sjáumst..kv.sys

 

Skrifa ummæli

<< Home