miðvikudagur, nóvember 24, 2004

'Tis the season - one month and counting!

Jæja, þá er brjálæðið að birja aftur hvort sem fólki líkar betur eða ver. Það er nú vika til 10 dagar síðan skreitingarnar birjuðu að skjótast upp hér eins og gorkúlur og nú líður ekki á löngu þar til jólalögin fara að glymja aftur í útvarpinu. Ég fór í kveðjupartí til Lilju á laugardagskvöldið og það var skítakuldi og hálka bara eins og maður er vanur að norðan...maður fékk bara heimþrá :). Nú fer maður að kíkka í Tivolí og á Hviids vinstue í glögg og piparkökur til að komast í réttu stemninguna en það er sennilegt að maður bíði nú allaveganna fram yfir mánaðarmót. Annars var þetta feyki öflugt partí hjá henni Lilju og innbyrgt ösköpin öll af fljótandi veigum ýmiskonar. Vinur fiskimannsins, veiðimeistarinn og sá gamli danski héldu uppi skemmtiatriðum sem féllu í góðan jarðveg, allaveganna þar til næsta dag;).
Það var töluvert sjokk í vinahópnum þegar Lilja ákvað að flytja til Íslands, mér varð svo mikið um að ég lét snoða mig með det samme. Það er nú bara enginn sem getur klippt mig eins vel og hún svo ég gat alveg eins bara rakað allt hárið af mér. Jæja, klukkan að verða 7:00 ég ætla að sjá hvort ég get ekki nappað mér einhverjum morgunmat á veitingastaðnum.
adios todos!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home