miðvikudagur, janúar 12, 2005

Great Expectations!

Jæja, þá er bara að demba sér í þetta eftir rólegheitin (þ.e.a.s. við skriftirnar) um hátíðarnar. Jólin voru frekar róleg fyrir utan brjálað veður á aðfangadagskvöld og brjálað partí hjá Skara á annan í Jólum. Á milli jóla og nýárs var svo fjölskylduboð hjá Eló systir sem heppnaðist með eindæmum vel og hlýtur hún þakkir fyrir. Besti punktur kvöldsins var að sjálfsögðu þegar við Sverrir bró kepptum við hana og Siggu Láru (kærastan hans Árna bró) í Singstar á laginu "Girls Just Wanna Have Fun" Við Sverrir sungum í falsettu og rúlluðum píunum upp...sÖKkvur!!!(smá lókal húmor).

Á gamlárskvöld átti svo að endurtaka veðrið frá aðfangadagskvöldi og öllum brennum frestað og ég veit ekki hvað...en ekkert gerðist og það var dúnalogn alla nóttina, nema inn á Oddvitanum þar sem ónefndir frændur og félagar þeirra hoppuðu og skoppuðu til klukkan...ehh...anyone.? Ég man það allaveganna að eftir ballið spjölluðum við Óskar heima hjá Skara þar til að hann hváir við: "Jón! Er klukka orðin átta?!!" WE ARE CRAAAAAAAZZY BASTARDS! Þess má geta að skaupið var bara annsi gott þrátt fyrir slæmar spár völva sem og annara.

annar jan. átti nú bara að vera rólegur og var planlagt spilakvöld heima hjá Þórði og Öllu sem endaði með viskí kvöldi. Síðustu tveir tímarnir fóru svona frekar fyrir ofan garð og neðan hjá pistlahöfundi(Þórður þú mátt endilega fylla í eyðurnar, en talaðu samt við mig fyrst;). Er annars eitthvað Viskí eftir heima hjá ykkur???

Þriðji jan. fór í að horfa á fótbolta og bíða eftir að vita hvort það yrði flogið suður. Það varð svo ekki og ég gisti hjá Árna bró. Ég komst svo suður um 4 leytið, 4.jan en missti af vélinni til Köben. Gisti í góðu yfirlæti, að venju, hjá Halla Töff, stórþýðanda og RUSH aðdáenda; og hröklaðist svo eldsnemma til Köben daginn eftir og var kominn þangað á hádegi. Þar var 10 gráðu hiti og sól!! Svo var hvílt örlítið og svo drifið sig í vinnuna.

Síðustu helgi var ég svo með einhverja ræklans kvefpest en var að mestu búinn að jafna mig á sunnudagskvöldið þegar Óla beib kom með hangikjöt til okkar og við héldum heljarinnar veislu þar sem mættu í allt 11. manns. Síðan hefur gerst lítið. Jú, ég búin að fara einu sinni í ræktina (áramótaheit...eitt af mörgum).
Bjöggi er nú fluttur út og í stað hans kom Kiddi. Hlutfallið á milli sam- og gagnkynhneigðra í íbúðinni er þó enn það sama(1-3).

Hér að lokum má geta að ég hef mikklar væntingar til sjálfs míns á þessu ári. Fullt af árámótaheitum og verður árið örugglega viðburðaríkt. Það er allavegana mín völvuspá fyrir þetta árið, einföld og bara fyrir sjálfan mig...þá kannski rætist hún...hver veit.



2 Comments:

At 10:52 f.h., Blogger Sigga Lára said...

Við Eló heimtum rímatsj um næstu jól! Við vorum heldur ekkert að vanda okkur...

 
At 3:54 e.h., Blogger Elísabet Katrín said...

Það var nú líka ekkert að marka...þið búnir að æfa ykkur allt kvöldið! Við Sigga Lára tökum ykkur í nefið næst...og þá munuð þið vera "SÖKKVARAR"...:)

 

Skrifa ummæli

<< Home