Going South (Park)
Þá er maður farinn á fullt að plana næsta stórferðalag og var í því tilefni skroppið á Rejse Messe í Bella Center.Það vildi svo heppilega til að ég rambaði fljótlega á Iceland Experience standinn þar sem var boðið upp á hangikjöt og brennivín. Eftir að hafa innbyrgt slatta af hangikjöti og drukkið nokkur staup af brennivíninu(svo lítið bar á), var ég í góðu formi til að röllta um svæðið. Ég kíkkti á ferðir til S-Ameríku og kommst að því að flugferð til Quito, Ecuador og heim frá Rio, Brasilíu myndi kosta ca. 7000,- Dkr. sem eru ca.75.000 íslenskar(borgaði 9000,- síðast).Svo voru skoðaðar golfferðir, heimsreisur, ferðafatnaður og ýmislegt skemmtilegt. Eins og málin standa í dag er meiningin að leggja í hann í byrjun Oktober og koma heim í lok mars.Lauslegt ferða plan er: Ecuador-Chile-Argentina-Uruguay-Brasilia.
Svo fyrst ég er að minnast á Ameríku, þá er ekki úr vegi að nefna annsi skemmtilega kvikmynd sem ég sá um daginn, nefnilega brúðumyndina
Team America (World Police).
South Park gengið heldur áfram að gera grín að bandaríkjamönnum og tekst bara bærilega upp. Myndin fjallar um heimslögregluna Team America sem rýkur til í hvert skifti sem hætta er á hriðjuverkum í heiminum (hljómar kunnuglega ekki satt). Það fer þó brátt að renna á fólk tvær grímur þegar Team America gengið veldur meiri usla en hriðjuverkamennirnir! Það er nóg um kynlíf(mögnuð sena) og ofbeldið í þessari mynd og á það sjálfsagt eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum. Það er einfaldlega allt látið flakka. ****
Team America:
Annsi gott grín eða of gróft spaug?
Hvað fynnst þér?
1 Comments:
Elsku Jónbón,
þú ert ægilega duglegt ferðadýr! Þakka fagra kveðju.
Ég er ákveðin í að fara mjög fljótlega til S-Ameríku. Gaman væri að heyra meira um plön hjá þér.
Bestu kveðjur og hafðu það gott
Svanborg (aka Dísa)
Skrifa ummæli
<< Home