Nú er frost á Fjóni frýs í æðum bjór...
...og það er líka annsi kallt hérna í köben. Það er spáð -10 til -15 gráður í nótt og í fyrramálið...BRRRRR!Sennilega kaldasta nóttin þennan vetur, eða það vona ég allaveganna. Sem betur fer fékk ég frábæra lopapeysu í jólagjöf og á að sjálfsögðu föðurland svo ég ætti að vera nokkuð seif (afsakið slettuna). Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni vegna veðurs (fullt af flugi aflýst). Til að bæta gráu ofan á svart sigldi skip í gærkvöldi á Stórabeltis brúna og nú liggur öll umferð um brúna niðri!!! Já, danir og vetrarríkið eiga bara ekki saman. Maður bíður bara eftir að það verði lýst yfir útgöngubanni þegar næsti "snjóstormur" kemur. Við Evan (Norðmaður sem vinnur á Hótelinu) vorum einmitt að tala um það í gær að það þyrfti að senda Dani til Noregs eða Íslands á "snjónámskeið".
1 Comments:
haha...hérna á klakanum er sól og 8 stiga hiti í dag...það stefnir í að farið verði að selja sólarlandaferðir til Íslands;)...alltaf besta veðrið hér...knus, Jóhanna
Skrifa ummæli
<< Home