þriðjudagur, mars 15, 2005

Kúnstin að missa sig!

Það var þreittur maður sem "skreið" í vinnuna kl. 23:00 á Sunnudagskvöldið síðastliðið og hér kemur ástæðan fyrir því: Klukkan 17:30 síðasta föstudag var haldið í rútu til Gautaborgar til að taka þátt í kóramóti. Þetta var rúmlega fjögurra tíma ferð og var tíminn drepinn við söng á leiðinni. Það voru nú sumir duglegri en aðrir við söngin. Þar má fremsta í flokki nefna Birnu, Berglindi, Sigga bassa og Finnboga, Við Steinar, sem sátum aftast, gerðum okkar besta til að kyrja með þegar við kunnum textann og koma með viðeigandi bakraddir í völdum lögum. Þess má geta að þetta var áætlunarrúta og ég er ákaflega hissa á að enginn af hinum farþegunum kvartaði. Þegar komið var til Gautaborgar var farið frekar snemma í háttinn (þó eftir aðeins hjartastyrkjandi). Þá brá við að undirrituðum gekk ekkert að sofna, sem gerist stundum ef ég hef verið á næturvagt nóttina áður. Eftir andvöku nótt fórum við snemma á stað og vorum komin í safnaðarheimilið við Frölunda kirkju (þar sem æfingar fóru fram) um 8:30. Eftir smá morgunmat var æft af kappi, fyrst í safnaðarheimilinu og svo í kirkjunni. Tónleikarnir voru svo kl.17:00 Ég söng bassa í sameiginlega prógramminu, en þar sem aðeins einn tenór úr okkar kór gat mætt í ferðina þá var ég drifinn í að rifja upp tenórlínuna(hafði sungið öll lögin áður...þá sem tenór)til að bjarga málunum. Við fengum líka lánaðann einn tenór frá kórnum Stöku frá Köben svo þetta reddaðist allt saman; eða eins og Ásdís kórstjóri sagði í e-mail í gær: "Þetta var frábær ferð og við getum öll verið stolt af kórnum okkar. Við lentum í öðru sæti í nafnspjaldasamkeppninni, vorum með frábært skemmtiatriði og síðast en ekki síst söng kórinn mjög fallega á tónleikunum"
Um kvöldið var svo matur. Allir kórarnir voru með skemmtiatriði sem voru hvert öðru betra. Við tróðum upp með smá leikþátt sem Finnbogi samdi um Íslending á bar í köben. Finnbogi missti sig alveg í hlutverki Íslendingsins, ég lék danskan viðskiptavin og Steinar barþjón. Ég var svolítið að spá hvort Finnbogi væri svona góður leikari eða hvort hann væri bara svona fullur í alvörunni ;). Eins og kom fram hér áðan þá urðum við í öðru sæti í nafnspjaldakeppninni. það var Carlsberg bjórmotta sem nöfnin okkar voru sett á í stað Carlsberg merkisins. (Berglind á heiður skilið fyrir hönnun og mikkla vinnu sem hún lagði í þetta).
Það var svo dansað til kl.......eh,man ekki alveg...en svo fóru flestir heim á farfuglaheimilið en þeir allrahörðustu héldu áfram á pöbbaskrölt...ég fór nú bara heim að sofa..............................nei nei auðvitað ekki....trúðir þú þessu virkilega....auðvitað var ég með síðustu mönnum að skríða í rúmið klukkan rúmlega 6 sunnudagsmorguninn. Við fórum svo á fætur kl 11:00 og tæmdum herbergið. Það var mis skrautlegt lið sem þvældist um miðbæ Gautaborgar til kl. 3 eða á meðan við biðum eftir að rútan mundi keyra okkur heim á leið. Heimleiðin var tíðindasnauð. Ég er að vonast til að einhver leggi myndir frá mótinu á netið fljótlega og þá mun ég að sjálfsögðu koma með hlekk á þær. Jæja, þá er nóg komið í bili enda nú þegar orðið lengsta bloggið mitt síðan ég birjaði að blogga. Aðrar stórfréttir verða að bíða þar til næst! Þangað til: Chao Amigos :=)

1 Comments:

At 6:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil bara þakka þér fyrir góða helgi, og fyrir að hrósa mér með nafnspjöldin (á það kannski ekki alveg skilið!!)
Þú verður endilega að láta mig vita ef þú færð einhverjar myndir af helginni, ég þarf líka að setja þær á mína síðu;) Sjáumst á kóræfingu eftir páska
Berglind

 

Skrifa ummæli

<< Home