mánudagur, mars 21, 2005

Torrini Tónleikar

Laugardagskvöldið síðastliðið fór ég að sjá Emilíönu Torrini í Litla Vega.
Það var alveg stór gaman og söng hún eins og engill, eins og hennar er von og vísa. Ég er ekki frá því að þeir sem hafa hlustað á diskinn áður hafi notið tónleikanna betur en hinir sem ekki hafa heyrt diskinn. Ég heyrði frá nokkrum sem áttu von á svipuðum lögum og á síðustu plötu hennar, Love in the Time of Science, og urðu því fyrir vonbrygðum með þennan rólega "unplugged" stíl hjá henni. Sjálfum finnst mér þessi stíll eiga mjög vel við hana. Henni tókst líka vel að brjóta upp rólegheitin með skemmtilegum sögum af því hvernig sum lögin urðu til. "And then he stabed me in the leg with a pen......no no just kidding" (sagt um það þegar hún og meðlagahöfundur voru að rífast um hvort eitt lagið (cover) ætti að vera með á disknum). Í heild var þetta frábær upplifun, og þrátt fyrir að hún hafi augnablik gleymt textanum í síðasta laginu(Serenade), þá var henni strax fyrirgefið eftir að hún birjaði að syngja. Hún er líka bara týpan sem kemst upp með svona lagað einhverra hluta vegna :) ****

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home