Road Movie to Berlin
Já það er alltaf gaman af svona Road Movies. Ég sá eina slíka í fyrradag sem gerist nú reyndar í Kaliforníu ("Ich bin ein Berliner"). Hún bar nafnið Sideways (gæti heitið "Þversum" á Íslensku..skemmtilegt orð: "þversum", ekki satt Óla ;) Þessi mynd var einhvernvegin svo eðlileg. Ekkert Hollywood blaður. Allt voða normal umræður, með normal fólki. Eða svo til. Það er bara allt annað að sjá mynd þar sem ekki er einhver frægur leikari sem "stelur" myndinni. Þetta finn ég líka þegar ég er að horfa á evrópskar myndir. Anyways, sideways kitlar hláturtaugarnar svo um munar og sjaldan hef ég upplifað svo mikinn hlátur hjá svo fáum í svo litlum sal.Sá líka sama kvöld á DVD Eternal Sunshine Of The Spotless Mind sem er önnur mögnuð mynd. Jim Carrey er náttúrulega bara snillingur. Þó hann sé frægur leikari fannst mér ég vera að sjá hann í fyrsta skipti enda ekki vanur að leika svona alvarlegt hlutverk.
Well well, nóttin búin. Best að fá sér smá morgunmat og halda svo "heim í sæng" eins og danirnir segja.
1 Comments:
Ég er alveg sammála þér þetta eru alveg snilldar myndir!!!! Mæli með að allir fari á Sideways hún er alveg frábær!!!
Skrifa ummæli
<< Home