mánudagur, apríl 18, 2005

The Day

Jæja, þá er ég búinn að pannta farið til Íslands! Ég lendi á Keflavík kl.20:55 Sunnudaginn 29.Maí (síðasti vinnudagurinn á Palace Hotel er 26. Maí). Svo byrja ég 1.Júní á Hótel Reynihlíð. Dagsetningin á farinu aftur til Köben er svo 6.Oktober. Þetta verður lengsta stopp mitt á Íslandi síðan ég flutti til Köben fyrir rúmum 10 árum. Ef allt gengur eins og planlagt, verður svo haldið til Kúbu 20.Oktober eftir tveggja vikna afslöppun í kóngsins köbenhavn, og svo þaðan til Ecuador (kannski með viðkomu í Venezuela). Ferðaplanið er nú að fæðast smám saman og ef það er einhverjum sem langar til Kúbu í Oktober, þá er viðkomandi velkominn með :).

Í fyrradag og í gær urðu svo smá mannabreytingar á Ny Østergade 23. Hún Jóhanna vinkona mín flutti inn í fyrradag eftir sambandsslit. Ég bíð hana hjartanlega velkomna í okkar humble house og vona að henni eigi eftir að líða vel þar. Kiddi flutti svo út í gær, en hann hafði fundið Íbúð á Íslandsbryggju. Ég óska honum til hamingju með það, sem og nýja starfið :). Jóhanna fær svo herbergið mitt þegar ég verð "erlendis". Þú ferð vel með það elskan mín, er það ekki? ;)

Þá vil ég líka nota tækifærið og benda á útgáfutónleika hjá Hekkenfeld sem verða haldnir í Sumpen á Øresundskollegginu Laugardaginn 14.Maí. Við erum að halda upp á útgáfu nýjasta disksins sem hefur verið annsi lengi í fæðingu. Hann heitir "Umturnast". Þetta verður náttúrulega tónleika upplifun ársins sem enginn má láta fram hjá sér fara.


--------------------------------------UMTURNAST!--------------------------------------

7 Comments:

At 2:04 e.h., Blogger Sigga Lára said...

Ok, fyrirgefðu fyrirfram, en ég get ekki setið á mér. En, "birja"? "breitingar"? ER UFSULONIÐ BILAÐ Á LYKLABORÐINU ÞÍNU?

Sorrí, ég varð bara...

 
At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skamm Sigga! Nonni er nú búinn að vera í Danmörku í týu ár!

 
At 3:11 e.h., Blogger Nonni said...

Geimt en ekki gleimt! Ég þakka Syggu Láru fyrir að mynna mig sem og alla aðra sem lesa þetta á ófullkomni mýna í stafsetningu. En værirðu til að spara mér niðurlæginguna í framtýðinni og senda leiðréttingar á: nonnicool@hotmail.com
Takk

 
At 3:18 e.h., Blogger Nonni said...

Ég ætti nú samt eiginlega bara að vera ánægður með að fá comment bloggið mitt ;)

 
At 5:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði nú ekkert á móti því að fara til Kúbu

 
At 8:52 e.h., Blogger Elísabet Katrín said...

Væri líka til í að koma á tónleikana...Nú er bara að reyna að græja hlutina og drífa sig! Er plássi í gistingu um tónleikahelgina? :)

 
At 1:06 f.h., Blogger Nonni said...

Ég græja gistinguna, minnsta mál í heimi :)

 

Skrifa ummæli

<< Home