mánudagur, maí 09, 2005

Damn Good Times

Já það er ekki spurning að það verður gaman hjá okkur í Hekkenfeld í vikunni sem er að hefjast, svo og hjá þeim sem koma á tónleikana okkar 14.Maí.
Ef einhverjir eru í vafa um hvort það sé stuð á Hekkenfeld tónleikum þá bendi ég fólki á að kíkka á tónleikamyndir, frá síðasta gigginu okkar, sem er á heimasíðunni www.hekkenfeld.dk . Þar eru líka fleiri nýjar myndir sem vert er að "tékka út". Til dæmis frá Stúdíóupptökum fyrir einu og hálfu ári síðan og frá upptökum á myndbandinu við lagið Skítkast sem verður heimsfrumsýnt á tónleikunum.

Það er svo annað fréttnæmt að hún Elísabet systir mín er að koma í heimsókn á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Það verður náttúrulega bara til þess að gera vikuna og helgina enn skemmtilegri og hlakka ég mikið til. Fyrir hana er það auðvitað mikill bónus að fá tónleika með Hekkenfeld með í kaupunum :). Þess má geta að bræður mínir Árni og Sverrir voru hérna þegar verið var að taka diskinn upp...skemmtileg tilviljun :).
Ég hlakka til að sjá sem flesta á tónleikunum og munið að það er ókeypis inn!

Mig langar svo að geta þess hér í lokin að okkar allharðasti aðdáandi Ágúst Østerby frestaði Íslandsferð til að geta komið tónleikana. Respect!!

2 Comments:

At 2:25 f.h., Blogger Bjorgvin said...

æ algjør bömmer!!
ég er á næturvöktum...
annars hefdi ég nú látid sjá mig :(
en hérna, vonandi hefuru thad gott og vonandi fer thetta allt saman vel fram og vonandi verdur stud!!!

 
At 7:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í kvöld. Ég hefði ekkert á móti því að vera á staðnum í kvöld

 

Skrifa ummæli

<< Home