It's Kickin' In
Já það er nú smám saman að renna upp fyrir mér að eftir rúm 10 ár er ég nú á sunnudaginn að kveðja Kaupmannahöfn í allaveganna tæpt eitt ár. WOW! Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni auk þess sem ég er með gesti og þarf að pakka, kveðja alla og halda partí á föstudagskvöldið. Ó MÆ GOD! Ég hef varla tíma til að sofa! Ég er í stress kasti og er alveg viss um að ég gleymi að gera eitthvað mikilvægt áður en ég flýg á sunnudaginn. Ég var til dæmis að átta mig á um daginn að passinn minn rennur út í júlí...svo ég þarf að endurnýja áður en að Suður Ameríku kemur. En einhvervegin reddast þetta nú allt eins og venjulega....vona ég.Á skemmtilegu nótunum get ég tilkynnt að hún Óla mín ætlar að koma með mér til S-Ameríku, svo þetta verður enn betri ferð fyrir vikið.....:) :) :) gleði gleði.
Reikna með að við göngum frá miðunum á morgun eða föstudaginn. Bara allt að gerast!!!
Svo er nú ekki úr vegi að enda þetta öðrum glæsilegum tíðindum:
Liverpool vann Champions League eftir æsi spennandi úrslitaleik við AC Milan, þar sem AC Milan var 3-0 yfir í hálfleik en Liverpool jafnaði á 6 mínútum í seinni hálfleik og vann svo eftir vítaspyrnukeppni. Ég hef bara ekki séð annað eins síðan harðindahaustið mikkla 1979.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home