föstudagur, júní 10, 2005

Bastard Wants To Hit Me

Ég var búinn að vinna á Palace Hótel(162 herb.), í miðri Kaupmannahöfn í næstum tvö ár og aldrei var neitt stórvægilegt vesen að ráði með gesti eða gangandi sem komu inn í lobbíið á næturnar. Ég var hinns vegar ekki búinn að vinna á "litla" sveita hótelinu í Mývatnssveit(41 herb.) í viku, þegar búið var að hóta mér limlestingum og lífláti. Það var kl. 8:00 á mánudagsmorgni (!!) þegar fullur Íslendingur tók því frekar illa að ég skyldi ætla að henda honum og 4 vinum hans út þegar þau mættu kófdrukkin til að borða morgunmat á hótelinu (voru ekki gestir). Ég átti á hverri stundu von á að hann myndi reyna að kýla mig yfir afgreyðsluborðið. Englendingur nokkur sem varð vitni að þessu öllu (var að reyna að tékka út greyið) sagði við mig á eftir að hann gæti ekki unnið svona starf því hann hefði löngu verið búinn að kýla viðkomandi fyllibittu á kjamman. Hin fjögur voru líka eitthvað ósátt í birjun en róuðust niður og enduðu á að biðjast afsökunnar. Skemmtileg birjun á deginum ekki satt!!!

Annars hefur nú bara allt gengið vel hingað til. Margt gott fólk sem ég er að vinna með og allir gestir glaðir og ánægðir, sem er skemmtileg tilbreytni frá Palace Hotel. Jæja meira næst...ætla að fá mér einhvern snarl og jafnvel kaffidreitil til að halda mér vakandi þar til kl. 7:30
Hasta la Pasta

3 Comments:

At 11:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já Mývatnssveitin er ekki öll þar sem hún er séð ;-)

 
At 11:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Jón minn mér lýst ekkert á þetta , er ekki pláss í fjósinu þarna í sveitinni :) mig langar samt geðveikt að koma í sveitinna bráðum að heimsækja þig .....well verðum í bandi ...lovjú knús knús.....

 
At 12:19 e.h., Blogger Sigga Lára said...

Já, íslenskar fyllibyttur eru líklega verri en flestar aðrar. (Nema kannski Bretar eftir fótboltaleiki.) Kannski af því að við erum vön að hafa svo mikið pláss að við höldum að við séum alveg ein í heiminum?

 

Skrifa ummæli

<< Home