föstudagur, júní 03, 2005

Bed Bed Bed

Þá er ég að verða búinn með fyrstu tvær vaktirnar á Hótel Reynihlíð. Ég birjaði að sjálfsögðu með að taka tvær næturvaktir!!! Var að vona að ég slyppi alveg við næturvaktirnar en svo var ekki. Vaktaplanið hljóðar upp á 2 næturvaktir, 2 kvöldvaktir 2 morgunvaktir og svo tvo daga frí. Svona rúllar þetta í allt sumar.
Heimilisfangið mitt í sumar er:

Hótel Reynihlíð
660 Mývatn
Iceland

tel.:00354 4644170 (hótel númerið)
www.reynihlid.is



Annars er ég búinn að gera eftirfarandi síðan ég kom til Íslands:

* Fara tvisvar í golf
* Láta endurnýja ökuskírteinið mitt og passann minn
* Kaupa mér síma: Nýja Íslenska númerið mitt er: +354 8629731
* Kaupa mér spariskó
* Sjá nýju Star Wars myndina
* Sækja um debitkort í Landsbankanum
* Keyra bíl
* Bólusetja og marka lömb
* Spila fótbolta
* Horfa á Futurama
* Tala spænsku
* Borða skyr með rjóma
* Þvo gólf
* Fara á bókasafn
* Og skrifa eitt blogg

Ég nenni ekki að skrifa meira í bili enda alveg að sofna og farinn að sjá rúmið mitt í hyllingum. Eftir 2 og 1/2 tími fer ég svo heim í rúm og sef alveg þangað til ég fer að vinna aftur kl: 15:30 á morgun...Great! :/
Hasta la Pasta

1 Comments:

At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá það er ekkert smá ...bara búið að vera mongó að gera hjá þér ....velkomin til landsins sæti minn........ég er komin með blogg :) endilega kíkkaðu....verðum svo að hittast þegar þú kemur í bæinn......gætir kannski kíkt í kaffi og ég bakað súkkulaði köku :) knús og kossar

 

Skrifa ummæli

<< Home