Drink!
Fór á fund í dag. Ég hafði sem sagt verið skipaður í Jónsmessuhátíðar nefnd. Hótel starfsfólk stendur sem sagt fyrir þessari uppákomu einu sinni á ári og gengur hún út á það (eins og flestar aðrar uppákomur að þessu tagi) að innbyrgða sem mest áfengi á sem skemmstum tíma, verða dauðadrukkinn, verða sér til skammar og vera svo með hræðilega timburmenn og móral daginn eftir (sounds great does it not?!). Það á meira að segja að reyna að slá áfengismetið frá í fyrra en þá var keypt áfengi fyrir 104.000,- nú á að stefna á 150.000,-. Þetta verður haldið á fimmtudagskvöldið og verður birjað á því að grilla og svo farið í skógarferð þar sem verður varðeldur og huggulegheit. Ég stefni nú að því að missa mig ekki alveg og ef allt fer að óskum verð ég sá sem get sagt sögur um alla hina daginn eftir. Ég vona allaveganna að það verði þannig en ekki öfugt!! ;) I´M GETTING TO OLD FOR THIS SHIT!!!þar til næst,
Hasta la Pasta
1 Comments:
Gakktu hægt um gleðinnar dyr!!!
Hafðu samt alveg rosalega gaman
Kveðja Berglind
Skrifa ummæli
<< Home