sunnudagur, júní 26, 2005

Welcome to the Jungle

Þegar maður drattaðist fram úr rúminu síðastliðinn fimmtudag var strax farið í gang með undirbúning fyrir Jónsmessuhátíðina sem halda í átti um kvöldið. Við Villi og Konni fórum að finna eldivið fyrir brennuna og gekk það bara vonum framar. Við fengum lánaðan Dodge Ram-inn hans Péturs hótelstjóra og þar sem ég var sá eini með rétta prófið var ég látinn keyra. Jeee :). Við Konni kláruðum svo að gera bálköstinn á meðan Villi,Guðjón,Þorgerður og fleiri fóru að skaffa það sem á vanntaði og setja grillið í gang. Þegar við Konni komum til baka úr rjóðrinu eftir að hafa gert, í allri hógværð, flottasta bálköst í heimi,(Jeee) voru grillin í garðinum hjá Pétri kominn í full sving og fólk farið að flykkjast að. Það var svo setið að snæðingi og og bjórdrykkju til kl.ca. 23:00. Svo þegar allir voru búnir að vinna, lagði allur hópurinn af stað út í rjóður. Bálið var tendrað og hafist var handa með tilheyrandi drykkju, leiki (þó ekki drykkjuleiki) og gítarspil. Veðrið var alveg magnað og allir skemmtu sér mjög vel. Áður en ég fór að sofa morguninn eftir hafði ég m.a. afrekað að:

*Spila Fjöllin Hafa Vakað og Afgan á gítar
*Dansa Hókí Pókí
*Drekka bjór
*Fara í reipitog við sjálfan mig og tapa (það er til á vídeói)
*Ganga yfir bálið (var reyndar orðið hálf aumingjalegt þá) og plata Jo frá Ástralíu, til að gera hið sama
*Glenna mig framan í vídeókameruna hennar Tinnu (varð það á að sjá upptökuna daginn eftir)
*Drekka bjór
*Skora á hótelstjórann í golf
*Brenna gamla ár sem ég fann þegar ég var að leita að meiri eldivið.(þess má geta að það var flest týnt til sem brunnið gat. þar á meðal gamall skápur sem við notuðum sem bekk og heilt picknik borð með bekkjunum og öllu.)

Þetta var sem sagt bara hin besta skemmtum enda voru allir hálf sloj daginn eftir. Ég, Simmi, Jo og Addi. fórum svo út í skóg daginn eftir og tókum til eftir ósköpin. Já mér fynnst nú alltaf skemmtilegra að vera úti í náttúrunni og góðaveðrinu þegar maður fær sér í glas, heldur en að húka inni. Af hverju skyldi það vera? já.....maður spyr sig.

þar til næst,
Hasta la pasta

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home