föstudagur, desember 17, 2004

Gleðileg Jól *<:)

Ég óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, þ.e.a.s ef þeir lesa þetta, annars geta þeir étið það sem úti frýs!!! Nei Nei...svona í jóla andanum þá fá allir jólakveðju *<:)

miðvikudagur, desember 15, 2004

Er tungan á undanhaldi?

Ég las það í einhverri könnun hér um daginn að danir væru vel á eftir öðrum þjóðum varðandi lestur og skrift í skólum. Danir voru í 15.sæti og kom það mér svo sem ekkert á óvart. Ég fór svo að leita að Íslandi á listanum en kom ekki auga á það við fyrstu sýn. Sennilega vegna þess að mér þótti eðlilegt að leita ofar á listanum. EN, viti menn, ég fann ísland loks í 16. sæti! á eftir danmörku! Hvað er að verða að bókaþjóðinni mikklu spyr ég nú bara? Eru krakkarnir alfarnir komnir í PS2, SMS, MSN, JPG, MP3 og DVD eða hvað nú þetta allt saman heitir? Synd og skömm!
Sjálfur hef ég nú verið ótrúlega duglegur í bókunum og hespað af 6 eintökum það sem af er þessu ári (mikið á minn mælikvarða) og eru þær allar taldar upp hér fyrir neðan. Ég var einmitt að velta því fyrir mér að stofna "internet" lesklúbb þar sem við lesum ca. eina bók á 2-3 mánaðarfresti og svo verður hist á MSN eða eitthvað . Ef það eru einhverjir sem þetta lesa (reyndar hef ég grun um að það sé hægt að telja lesendur mína á fingrum annarar handar!) sem vilja vera með í bókaklúbbi, þá látið mig endilega vita.

Bókalistinn minn það sem af er árinu:
The Fourth Hand - John Irving *** Treg í birjun en rættist úr henni
The New Your Trilogy - Paul Auster *** skildi allt en samt ekkert...vel skrifuð!
Vernon God Little - DBC Pierre **** skrítin í birjun og erfitt að komast inn í persónurnar en svo gengur allt upp í lokin...ísmeygilega kúl plott
Lord Jim - Joseph Conrad *** langar og mjög ítarlegar lýsingar á því sama fyrsta helming bókarinnar en svo fara hlutirnir að gerast og allt er fyrirgefið.
The DaVinci Code - Dan Brown***** What can I say...SNILLD!
Angles and Demons - Dan Brown***** Robert Langdon aftur á ferð í alls ekki síðri bók
Ég var annars að heyra að Tom Hanks ætti að leika Robert Langdon í The DaVinci Code "the movie"...getur einhver staðfest það????

Nú er á náttborðinu mínu bókin Driving Big Davie eftir norður írann Colin Bateman. Frekar fyndinn gaur. Ef þú getur mælt með einhverri magnaðri bók þá láttu mig endilega vita :) Hvað er á náttborðinu hjá þér?
Jæja nóg í bili, vonandi eru ennþá einhverjir lestrarhestar á klakanum.

Kær kveðja,


fimmtudagur, desember 09, 2004

Det var en mørk og stormful aften...

Klukkan er 04:30 og sit hér geyspandi...langt síðan ég hef verið svona þreittur í vinnunni. Annars hef ég verið í vandræðum með að sofa undanfarið og kenni því um að ég hef ekki fengið gott frí lengi. Lítið aðhafst þessa daganna annað en að vinna, borða, horfa á imbann og lesa þegar maður liggur andvaka upp í rúmi. Það er ekki laust við að það sé svolítið deprimerandi að fara að sofa þegar það er að birta og fara á fætur þegar það er að fara að dimma. Það kemur sér vel að jólafríið er framundan. Nú er ég farinn að dotta fyrir framan tölvuna, svei mér þá! Bakarinn var að koma, svo ég fer bráðum að krækja mér í eins og eitt rúnstykki með osti og marmelaði og renni því niður með heitu kakói. Þar hringdi vekjaraklukkan, ég þarf að fara og vekja konuna í 138...."drinnng! drinnng!" "JA?", "good morning this is your wake up call" Danke, eh thank you...good bye" "Yo're welcome, bye". Það kom kona áðan með 7 hvítar rósir handa mér...eða hún hafði fengið þær að gjöf og nennti ekki að hafa fyrir að setja þær í vatn svo hún gaf mér þær. Kannski ekki alveg það sama en betra en ekkert. Stuttu seinna kom hún aftur og sagði m.a.: "du er en smuk mand"...hún var mjög drukkin ;).
Mikið er ég farinn að hlakka til að koma heim í sveitina um jólin með öllu tilheyrandi...hlusta á marrið í snjónum: "Marr marr marr marr" wow! Jæja nú verð ég að fara að gera eitthvað rótækt ef ég ætla ekki að sofna fram á lykklaborgjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugjyugj yugjyugjyugjyhuhujyyyyyyiiiiiiiiihjhhhhhhhhhhhhhhhjjujujujujujujujujujujujuk