mánudagur, júní 27, 2005

Hello Radio

Þá er búið að plögga Hekkenfeld í bak og fyrir. Senda diska og video á útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar. Leggja diskinn inn á www.tónlist.is (kemur sennilega inn þar í vikulokin) og setja hann til sölu á 12 tónum (skólavöðrustíg 15) og í plötubúð Smekkleysu (Laugavegi 59). Nú er bara að drífa sig í búðina og kaupa diskinn!!! Þeir sem eru fyrir norðan geta haft samband við mig :). Svo er líka hægt að sjá myndbandið (Skítkast) á www.hekkenfeld.dk auk þess sem þar er hægt að taka þátt í könnun um diskinn og sjá live upptöku af Blót sem tekið var upp á útgáfutónleikunum . Svo er bara að fylgjast með útvarpi og sjónvarpi og bíða spennt. Ég geri það allaveganna.


Við upptökur á Skítkast á
Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn

sunnudagur, júní 26, 2005

Welcome to the Jungle

Þegar maður drattaðist fram úr rúminu síðastliðinn fimmtudag var strax farið í gang með undirbúning fyrir Jónsmessuhátíðina sem halda í átti um kvöldið. Við Villi og Konni fórum að finna eldivið fyrir brennuna og gekk það bara vonum framar. Við fengum lánaðan Dodge Ram-inn hans Péturs hótelstjóra og þar sem ég var sá eini með rétta prófið var ég látinn keyra. Jeee :). Við Konni kláruðum svo að gera bálköstinn á meðan Villi,Guðjón,Þorgerður og fleiri fóru að skaffa það sem á vanntaði og setja grillið í gang. Þegar við Konni komum til baka úr rjóðrinu eftir að hafa gert, í allri hógværð, flottasta bálköst í heimi,(Jeee) voru grillin í garðinum hjá Pétri kominn í full sving og fólk farið að flykkjast að. Það var svo setið að snæðingi og og bjórdrykkju til kl.ca. 23:00. Svo þegar allir voru búnir að vinna, lagði allur hópurinn af stað út í rjóður. Bálið var tendrað og hafist var handa með tilheyrandi drykkju, leiki (þó ekki drykkjuleiki) og gítarspil. Veðrið var alveg magnað og allir skemmtu sér mjög vel. Áður en ég fór að sofa morguninn eftir hafði ég m.a. afrekað að:

*Spila Fjöllin Hafa Vakað og Afgan á gítar
*Dansa Hókí Pókí
*Drekka bjór
*Fara í reipitog við sjálfan mig og tapa (það er til á vídeói)
*Ganga yfir bálið (var reyndar orðið hálf aumingjalegt þá) og plata Jo frá Ástralíu, til að gera hið sama
*Glenna mig framan í vídeókameruna hennar Tinnu (varð það á að sjá upptökuna daginn eftir)
*Drekka bjór
*Skora á hótelstjórann í golf
*Brenna gamla ár sem ég fann þegar ég var að leita að meiri eldivið.(þess má geta að það var flest týnt til sem brunnið gat. þar á meðal gamall skápur sem við notuðum sem bekk og heilt picknik borð með bekkjunum og öllu.)

Þetta var sem sagt bara hin besta skemmtum enda voru allir hálf sloj daginn eftir. Ég, Simmi, Jo og Addi. fórum svo út í skóg daginn eftir og tókum til eftir ósköpin. Já mér fynnst nú alltaf skemmtilegra að vera úti í náttúrunni og góðaveðrinu þegar maður fær sér í glas, heldur en að húka inni. Af hverju skyldi það vera? já.....maður spyr sig.

þar til næst,
Hasta la pasta

sunnudagur, júní 19, 2005

Drink!

Fór á fund í dag. Ég hafði sem sagt verið skipaður í Jónsmessuhátíðar nefnd. Hótel starfsfólk stendur sem sagt fyrir þessari uppákomu einu sinni á ári og gengur hún út á það (eins og flestar aðrar uppákomur að þessu tagi) að innbyrgða sem mest áfengi á sem skemmstum tíma, verða dauðadrukkinn, verða sér til skammar og vera svo með hræðilega timburmenn og móral daginn eftir (sounds great does it not?!). Það á meira að segja að reyna að slá áfengismetið frá í fyrra en þá var keypt áfengi fyrir 104.000,- nú á að stefna á 150.000,-. Þetta verður haldið á fimmtudagskvöldið og verður birjað á því að grilla og svo farið í skógarferð þar sem verður varðeldur og huggulegheit. Ég stefni nú að því að missa mig ekki alveg og ef allt fer að óskum verð ég sá sem get sagt sögur um alla hina daginn eftir. Ég vona allaveganna að það verði þannig en ekki öfugt!! ;) I´M GETTING TO OLD FOR THIS SHIT!!!



þar til næst,
Hasta la Pasta

föstudagur, júní 10, 2005

Bastard Wants To Hit Me

Ég var búinn að vinna á Palace Hótel(162 herb.), í miðri Kaupmannahöfn í næstum tvö ár og aldrei var neitt stórvægilegt vesen að ráði með gesti eða gangandi sem komu inn í lobbíið á næturnar. Ég var hinns vegar ekki búinn að vinna á "litla" sveita hótelinu í Mývatnssveit(41 herb.) í viku, þegar búið var að hóta mér limlestingum og lífláti. Það var kl. 8:00 á mánudagsmorgni (!!) þegar fullur Íslendingur tók því frekar illa að ég skyldi ætla að henda honum og 4 vinum hans út þegar þau mættu kófdrukkin til að borða morgunmat á hótelinu (voru ekki gestir). Ég átti á hverri stundu von á að hann myndi reyna að kýla mig yfir afgreyðsluborðið. Englendingur nokkur sem varð vitni að þessu öllu (var að reyna að tékka út greyið) sagði við mig á eftir að hann gæti ekki unnið svona starf því hann hefði löngu verið búinn að kýla viðkomandi fyllibittu á kjamman. Hin fjögur voru líka eitthvað ósátt í birjun en róuðust niður og enduðu á að biðjast afsökunnar. Skemmtileg birjun á deginum ekki satt!!!

Annars hefur nú bara allt gengið vel hingað til. Margt gott fólk sem ég er að vinna með og allir gestir glaðir og ánægðir, sem er skemmtileg tilbreytni frá Palace Hotel. Jæja meira næst...ætla að fá mér einhvern snarl og jafnvel kaffidreitil til að halda mér vakandi þar til kl. 7:30
Hasta la Pasta

föstudagur, júní 03, 2005

Bed Bed Bed

Þá er ég að verða búinn með fyrstu tvær vaktirnar á Hótel Reynihlíð. Ég birjaði að sjálfsögðu með að taka tvær næturvaktir!!! Var að vona að ég slyppi alveg við næturvaktirnar en svo var ekki. Vaktaplanið hljóðar upp á 2 næturvaktir, 2 kvöldvaktir 2 morgunvaktir og svo tvo daga frí. Svona rúllar þetta í allt sumar.
Heimilisfangið mitt í sumar er:

Hótel Reynihlíð
660 Mývatn
Iceland

tel.:00354 4644170 (hótel númerið)
www.reynihlid.is



Annars er ég búinn að gera eftirfarandi síðan ég kom til Íslands:

* Fara tvisvar í golf
* Láta endurnýja ökuskírteinið mitt og passann minn
* Kaupa mér síma: Nýja Íslenska númerið mitt er: +354 8629731
* Kaupa mér spariskó
* Sjá nýju Star Wars myndina
* Sækja um debitkort í Landsbankanum
* Keyra bíl
* Bólusetja og marka lömb
* Spila fótbolta
* Horfa á Futurama
* Tala spænsku
* Borða skyr með rjóma
* Þvo gólf
* Fara á bókasafn
* Og skrifa eitt blogg

Ég nenni ekki að skrifa meira í bili enda alveg að sofna og farinn að sjá rúmið mitt í hyllingum. Eftir 2 og 1/2 tími fer ég svo heim í rúm og sef alveg þangað til ég fer að vinna aftur kl: 15:30 á morgun...Great! :/
Hasta la Pasta