þriðjudagur, mars 29, 2005

If you are what you eat...then I'm a chicken!

Já þá eru páskarnir búnir og hversdagsleikinn tekur við aftur. Ég verð nú reyndar að viðurkenna að ef ég hefði ekki farið að syngja í páskamessu þá hefði ég varla orðið páskanna var. Var reyndar í fríi alla páskana en gerði ekki mikið páskalegt eins og að borða góðan mat eins og fjölskyldumeðlimir mínir á Íslandi. Bæði Þórður og Elísabet komu með örlitla upptalningu á blogginu yfir hvað þau nú borðuðu af dýrindis mat yfir helgina. Svona til gamana langar mig að koma með svipaða upptalningu.
Fimmtudagur: Pasta með kjúkkling.
Föstudagur: Kjúklingapíta
Laugardagur: Kjúklinga salat
Sunnudagur: Kjúklingasamloka
Mánudagur: Mest lítið


Þrátt fyrir mikkla afslöppun um helgina fór ég snemma á fætur á laugardaginn, kl.10:00!!! og skellti mér í golf með Sigga Ragga, Steinari og Héðni frænda hans Steinars. Við fórum á Driving Range (er til orð yfir það á íslensku? hvað segja þýðingasnillingarnir!?) í Nordhavn þar sem við sveifluðum kylfum í 2 tíma. Eftir á var að sjálfsögðu farið á 19.holuna og fengið sér kaldan öl og blaðrað um Bobby Fisher og aðra heimsviðburði. Svo kl. 16:00 fór ég að hitta hana Jóhönnu á Benutsbar. Alltaf gaman að hitta þessa elsku og spjalla um allt milli himnis og jarðar. Eftirminnilegasta umræðuefnið var nú sjálfsagt barnsfæðingar í Afríku en förum ekkert nánar út í það...gæti misskilist;). Eftir stuttan göngutúr í heimahúsin fórum við á Oscar, fengum okkur Kjúklingasalat og sátum til kl. að verða 22:00. Aldeilis frábær dagur frá A til Ö. og mættu þeir vera fleiri þannig :). Á Sunnudeginum var svo sungið í frekar mislukkaðri páskamessu. Við heirðum ekkert í prestinum svo svörin fóru oft fyrir ofan prestagarð og neðan og svo spilaði organistinn lokasálminn einhverstaðar í miðri messu og allt fór í kerfi...má með sanni segja að honum hafi orðið á í messunni! Við Steinar fórum svo í Messukaffi í jónshúsi og tróðum í okkur pönnukökum og tertum. Um kvöldið fórum við Steinar svo að sjá Finding Neverland. Besta mynd sem ég hef séð mjög lengi og sennilega langt þar til hún verður toppuð. Eftir myndina fengum við okkur einn kaldann "one for the road" á næsta Írska pöbb sem endaði með tvöföldum cuba libre á Absalon um 6 leitið morguninn eftir! Já svona getur þetta nú verið.


Borðsiðir nafna míns Depp í Finding Neverland

fimmtudagur, mars 24, 2005

Gleðilega páska

mánudagur, mars 21, 2005

Torrini Tónleikar

Laugardagskvöldið síðastliðið fór ég að sjá Emilíönu Torrini í Litla Vega.
Það var alveg stór gaman og söng hún eins og engill, eins og hennar er von og vísa. Ég er ekki frá því að þeir sem hafa hlustað á diskinn áður hafi notið tónleikanna betur en hinir sem ekki hafa heyrt diskinn. Ég heyrði frá nokkrum sem áttu von á svipuðum lögum og á síðustu plötu hennar, Love in the Time of Science, og urðu því fyrir vonbrygðum með þennan rólega "unplugged" stíl hjá henni. Sjálfum finnst mér þessi stíll eiga mjög vel við hana. Henni tókst líka vel að brjóta upp rólegheitin með skemmtilegum sögum af því hvernig sum lögin urðu til. "And then he stabed me in the leg with a pen......no no just kidding" (sagt um það þegar hún og meðlagahöfundur voru að rífast um hvort eitt lagið (cover) ætti að vera með á disknum). Í heild var þetta frábær upplifun, og þrátt fyrir að hún hafi augnablik gleymt textanum í síðasta laginu(Serenade), þá var henni strax fyrirgefið eftir að hún birjaði að syngja. Hún er líka bara týpan sem kemst upp með svona lagað einhverra hluta vegna :) ****

föstudagur, mars 18, 2005

Dregur til tíðinda!

Jæja þá er ekki aftur snúið...búinn að segja upp vinnunni á Palace og á leiðinni til Íslands í sumar að vinna á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Ég birja þar 1.Júní og verð 4 mánuði. Eftir það er stefnan sett á S-Ameríku enhverntíman í Oktober.

"Stór"hljómsveitin Hekkenfeld verður með Útgáfutónleika og tilheirandi Laugardaginn 14.Mai, þannig að fyrir þá sem eru að planleggja að skreppa til Köben á vormánuðum, þá er helgin 14-15 Mai alveg tilvalin til þess. :) Nánar auglýst síðar!

Annars er frekar rólegt þessa hjá mér helgi nema að ég er að fara að sjá Emiliönu Torrini á Laugardagskvöldið. Það verður gaman. :)

p.s. Munið að kíkka á nýju myndirnar frá kóramótinu! Myndirnar eru úr hinu óborganlega leikriti "Íslendingur á knæpu í Kaupmannahöfn".

þriðjudagur, mars 15, 2005

Kúnstin að missa sig!

Það var þreittur maður sem "skreið" í vinnuna kl. 23:00 á Sunnudagskvöldið síðastliðið og hér kemur ástæðan fyrir því: Klukkan 17:30 síðasta föstudag var haldið í rútu til Gautaborgar til að taka þátt í kóramóti. Þetta var rúmlega fjögurra tíma ferð og var tíminn drepinn við söng á leiðinni. Það voru nú sumir duglegri en aðrir við söngin. Þar má fremsta í flokki nefna Birnu, Berglindi, Sigga bassa og Finnboga, Við Steinar, sem sátum aftast, gerðum okkar besta til að kyrja með þegar við kunnum textann og koma með viðeigandi bakraddir í völdum lögum. Þess má geta að þetta var áætlunarrúta og ég er ákaflega hissa á að enginn af hinum farþegunum kvartaði. Þegar komið var til Gautaborgar var farið frekar snemma í háttinn (þó eftir aðeins hjartastyrkjandi). Þá brá við að undirrituðum gekk ekkert að sofna, sem gerist stundum ef ég hef verið á næturvagt nóttina áður. Eftir andvöku nótt fórum við snemma á stað og vorum komin í safnaðarheimilið við Frölunda kirkju (þar sem æfingar fóru fram) um 8:30. Eftir smá morgunmat var æft af kappi, fyrst í safnaðarheimilinu og svo í kirkjunni. Tónleikarnir voru svo kl.17:00 Ég söng bassa í sameiginlega prógramminu, en þar sem aðeins einn tenór úr okkar kór gat mætt í ferðina þá var ég drifinn í að rifja upp tenórlínuna(hafði sungið öll lögin áður...þá sem tenór)til að bjarga málunum. Við fengum líka lánaðann einn tenór frá kórnum Stöku frá Köben svo þetta reddaðist allt saman; eða eins og Ásdís kórstjóri sagði í e-mail í gær: "Þetta var frábær ferð og við getum öll verið stolt af kórnum okkar. Við lentum í öðru sæti í nafnspjaldasamkeppninni, vorum með frábært skemmtiatriði og síðast en ekki síst söng kórinn mjög fallega á tónleikunum"
Um kvöldið var svo matur. Allir kórarnir voru með skemmtiatriði sem voru hvert öðru betra. Við tróðum upp með smá leikþátt sem Finnbogi samdi um Íslending á bar í köben. Finnbogi missti sig alveg í hlutverki Íslendingsins, ég lék danskan viðskiptavin og Steinar barþjón. Ég var svolítið að spá hvort Finnbogi væri svona góður leikari eða hvort hann væri bara svona fullur í alvörunni ;). Eins og kom fram hér áðan þá urðum við í öðru sæti í nafnspjaldakeppninni. það var Carlsberg bjórmotta sem nöfnin okkar voru sett á í stað Carlsberg merkisins. (Berglind á heiður skilið fyrir hönnun og mikkla vinnu sem hún lagði í þetta).
Það var svo dansað til kl.......eh,man ekki alveg...en svo fóru flestir heim á farfuglaheimilið en þeir allrahörðustu héldu áfram á pöbbaskrölt...ég fór nú bara heim að sofa..............................nei nei auðvitað ekki....trúðir þú þessu virkilega....auðvitað var ég með síðustu mönnum að skríða í rúmið klukkan rúmlega 6 sunnudagsmorguninn. Við fórum svo á fætur kl 11:00 og tæmdum herbergið. Það var mis skrautlegt lið sem þvældist um miðbæ Gautaborgar til kl. 3 eða á meðan við biðum eftir að rútan mundi keyra okkur heim á leið. Heimleiðin var tíðindasnauð. Ég er að vonast til að einhver leggi myndir frá mótinu á netið fljótlega og þá mun ég að sjálfsögðu koma með hlekk á þær. Jæja, þá er nóg komið í bili enda nú þegar orðið lengsta bloggið mitt síðan ég birjaði að blogga. Aðrar stórfréttir verða að bíða þar til næst! Þangað til: Chao Amigos :=)

föstudagur, mars 11, 2005

'Che' this out!

Þá lét maður verða af því að sjá þessa margumtöluðu mynd. Keypti myndina á DVD og sé ekki eftir því. það er líka aukalega heimildarmynd um Che Guevara sem ég á enn eftir að kíkka á.
Motorcycle Diaries er alveg brilliant mynd og þeir sem segja annað eru braindead bavíanar! Myndin fjallar um mótorhjóla ferð sem Che og vinur hans fara í um Suður Ameríku og verður til að móta það sem eftir er æfi hans. Þess má geta að ég er líka nýlega búinn að lesa dagbók hans síðasta 1½ árið af æfi hans sem er mjög athyglisverð lesning.Che rules!

Ég er líka nýbúinn að eignast þennan forláta disk sem er bara hreint út sagt algjör perla. Þetta er pottþéttur diskur til að hlusta á í headfónum og bara láta sig hverfa inn í tónana. Emilíana syngur eins og engill. Diskurinn heitir Fishermans Woman og er must á hverju heimili. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að sjá hana á tónleikum 19.Mars í Litla Vega. Hlakka mikið til. :)

Jú fyrst að ég er kominn svona á kaf í menninguna þá get ég bætt við síðustu bókinni sem ég las. For whom the Bell tolls eftir Ernest Hemingway er bara meistarastykki frá A-Ö. Þar erum við komnir í spænsku borgarastyrjöldina þar sem uppreisnarmenn innan víglínu fasistanna búa sig undir að sprengja mikilvæga brú sem getur orðið til að breyta á gangi stríðsins lýðveldissinnum í vil. Stökk strax upp á topp tíu lista yfir bestu bækur sem ég hef lesið um æfina.

Er að fara á kóramót í Gautaborg um helgina, læt ykkur vita eftir helgi hvernig sú "menningarferð" var. ;)

þriðjudagur, mars 08, 2005

Að gefnu tilefni

Það er ýmislegt sem maður dúttlar sér við þegar manni leiðist á vaktinni.!!

Mig er nú farið að gruna
að á landinu frostsins og funa
Hafi'ei orðið svo hlýtt
né veðurfar blítt
í mars, síðan elstu menn muna

Í Danmörku hinsvegar erða
að sífellt er kaldara að verða
ef bætir í frost
sé ei annan úrkost
en flytja til Íslands...ég sverða!

EBB

föstudagur, mars 04, 2005

Nú er frost á Fjóni frýs í æðum bjór...

...og það er líka annsi kallt hérna í köben. Það er spáð -10 til -15 gráður í nótt og í fyrramálið...BRRRRR!
Sennilega kaldasta nóttin þennan vetur, eða það vona ég allaveganna. Sem betur fer fékk ég frábæra lopapeysu í jólagjöf og á að sjálfsögðu föðurland svo ég ætti að vera nokkuð seif (afsakið slettuna). Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni vegna veðurs (fullt af flugi aflýst). Til að bæta gráu ofan á svart sigldi skip í gærkvöldi á Stórabeltis brúna og nú liggur öll umferð um brúna niðri!!! Já, danir og vetrarríkið eiga bara ekki saman. Maður bíður bara eftir að það verði lýst yfir útgöngubanni þegar næsti "snjóstormur" kemur. Við Evan (Norðmaður sem vinnur á Hótelinu) vorum einmitt að tala um það í gær að það þyrfti að senda Dani til Noregs eða Íslands á "snjónámskeið".