laugardagur, apríl 30, 2005

Operators are Standing By


Svona lítur gripurinn út!
Nú er bara að hafa samband og þá getur þú bráðum orðið stoltur eigandi þessa þrekvirkis.

Panntaðu á:
umturnast@hekkenfeld.dk
eða:
+45 22509731

fimmtudagur, apríl 28, 2005

The Biggest One

Jæja, þá kom hann loksins diskurinn sem fólk hefur beðið eftir í 1½ ár. UMTURNAST með Hekkenfeld er kominn úr framleiðslu í Tékklandi í hvorki fleiri né færri en 500 eintökum! Það verða geðveikir útgáfutónleikar 14. Maí á Öresundskollegginu, þar sem hægt verður að næla sér í eintak. Þá er einnig hægt að nálgast diskinn hjá mér nú þegar:). Nánari upplýsingar um verð og almenna dreifingu á Íslandi koma síðar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum tímamótum með okkur á tónleikunum 14.Maí. Við lofum allaveganna brjálaðri stemningu eins og alltaf er þegar Hekkenfeld umturnast.



"Heimsyfirráð eða Sauðir".

sunnudagur, apríl 24, 2005

I'm Sick (Of This American Life)

Ég sá frétt í sjónvarpinu í gær um 5 ára stelpu sem var handjárnuð af lögreglunni í bænum St. Petersburg í Flórída í Brandararíkjunum. Hún var með einhvern mótþróa þegar hún átti að fara í stærðfræði tíma (sem ég skil nú mjög vel) og þar sem kennararnir réðu ekki við 5 ára telpuna og þeir náðu ekki í foreldrana, þá hringdu þeir í lögregluna sem setti littla "skrímslið" í járn (þetta var allt tekið upp á videó). Það var svo gerð könnun þarna úti, þar sem 68% þeirra sem tóku þátt fannst það allt í lagi að handjárna 5 ára stelpu! HALLÓ! Ég hafði nú ekki mikið álit á bandarísku þjóðfélagi fyrir en Ó mæ god! .......Only in America!

föstudagur, apríl 22, 2005

Road Movie to Berlin

Já það er alltaf gaman af svona Road Movies. Ég sá eina slíka í fyrradag sem gerist nú reyndar í Kaliforníu ("Ich bin ein Berliner"). Hún bar nafnið Sideways (gæti heitið "Þversum" á Íslensku..skemmtilegt orð: "þversum", ekki satt Óla ;) Þessi mynd var einhvernvegin svo eðlileg. Ekkert Hollywood blaður. Allt voða normal umræður, með normal fólki. Eða svo til. Það er bara allt annað að sjá mynd þar sem ekki er einhver frægur leikari sem "stelur" myndinni. Þetta finn ég líka þegar ég er að horfa á evrópskar myndir. Anyways, sideways kitlar hláturtaugarnar svo um munar og sjaldan hef ég upplifað svo mikinn hlátur hjá svo fáum í svo litlum sal.
Sá líka sama kvöld á DVD Eternal Sunshine Of The Spotless Mind sem er önnur mögnuð mynd. Jim Carrey er náttúrulega bara snillingur. Þó hann sé frægur leikari fannst mér ég vera að sjá hann í fyrsta skipti enda ekki vanur að leika svona alvarlegt hlutverk.
Well well, nóttin búin. Best að fá sér smá morgunmat og halda svo "heim í sæng" eins og danirnir segja.

mánudagur, apríl 18, 2005

The Day

Jæja, þá er ég búinn að pannta farið til Íslands! Ég lendi á Keflavík kl.20:55 Sunnudaginn 29.Maí (síðasti vinnudagurinn á Palace Hotel er 26. Maí). Svo byrja ég 1.Júní á Hótel Reynihlíð. Dagsetningin á farinu aftur til Köben er svo 6.Oktober. Þetta verður lengsta stopp mitt á Íslandi síðan ég flutti til Köben fyrir rúmum 10 árum. Ef allt gengur eins og planlagt, verður svo haldið til Kúbu 20.Oktober eftir tveggja vikna afslöppun í kóngsins köbenhavn, og svo þaðan til Ecuador (kannski með viðkomu í Venezuela). Ferðaplanið er nú að fæðast smám saman og ef það er einhverjum sem langar til Kúbu í Oktober, þá er viðkomandi velkominn með :).

Í fyrradag og í gær urðu svo smá mannabreytingar á Ny Østergade 23. Hún Jóhanna vinkona mín flutti inn í fyrradag eftir sambandsslit. Ég bíð hana hjartanlega velkomna í okkar humble house og vona að henni eigi eftir að líða vel þar. Kiddi flutti svo út í gær, en hann hafði fundið Íbúð á Íslandsbryggju. Ég óska honum til hamingju með það, sem og nýja starfið :). Jóhanna fær svo herbergið mitt þegar ég verð "erlendis". Þú ferð vel með það elskan mín, er það ekki? ;)

Þá vil ég líka nota tækifærið og benda á útgáfutónleika hjá Hekkenfeld sem verða haldnir í Sumpen á Øresundskollegginu Laugardaginn 14.Maí. Við erum að halda upp á útgáfu nýjasta disksins sem hefur verið annsi lengi í fæðingu. Hann heitir "Umturnast". Þetta verður náttúrulega tónleika upplifun ársins sem enginn má láta fram hjá sér fara.


--------------------------------------UMTURNAST!--------------------------------------

föstudagur, apríl 15, 2005

Dirt Bike

Bara örstutt frá hjólamenningunni köben til að minna fólk, sem ekki hefur séð The Motorcycle Diaries á að drífa sig nú og sjá myndina á kvikmyndahátíð. Þar er líka verið að sýna hina frábæru mynd Pedró Almodóvar: La Mala Education sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sjáið þessar myndir og segið mér svo hvað ykkur fannst.
Svo vil ég nota tækifærið og auglýsa eftir einhverjum sem er að fara á FOO FIGHTERS/QUEENS OF THE STONE AGE tónleika í sumar og hvort viðkomandi væri ekki til í að kaupa fyrir mig miða!!Ef það er ekki uppselt nú þegar! Þetta verða náttúrulega tónleikar ársins!!!!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Certain People I Could Name

Maður er að verða pirraðri og pirraðri á þessari næturvinnu svo það er eins gott að ég á eftir aðeins ca. 6 vikur hérna. Ég er alltaf að finna fleiri og fleiri ástæður fyrir því að ég hef tekið rétta ákvörðun. Til dæmis (já ég verð að fá að kvarta pínulítið) þá var ég búinn að semja um það að það yrðu alltaf 2 að vinna fimmtudaga til laugardags, en svo þegar við Nihad eigum auka frídaga inni þá erum við látnir taka þá á fimmtudögum svo það er bara einn að vinna þann dag. Ekki bara taka þeir burt einn starfskraft án þess að tala við kóng né prest heldur líka láta okkur taka okkar aukafrídaga þegar það henntar þeim, sem er kol ólöglegt!!! I'm pretty furious....en nenni eiginlega ekki að gera neitt í því af því að ég er að hætta bráðum hvort eð er. Jæja, nenni ekki að böggast meira...það er fólk út heimi sem fær ekkert að borða svo ég ætti kannski ekki að vera að kvarta svona mikið.

Og Sve, Ef þú ert að spá í fyrirsögninni þá er þetta titill á lagi sem er á EP diski sem gefin var úr 1999 og heitir Long Tall Weekend. Á hann því miður ekki en ætla að athuga seinna hvort ég get niðurhalað honum af netinu.

mánudagur, apríl 11, 2005

Man, It's So Loud In Here

Já það má segja að síðustu tvær helgar hafi verið í merki vínberans. Síðustu helgi var mega partí á Ny Østergade 23 (Uni fékk að halda upp afmælið sitt hjá okkur). Þrusu gaman og endaði á Pan eins og svo oft áður þegar þessi hópur á í hlut. ;) Kvöldið eftir dró ég Ólu í innflutnings partí hjá Dýrley og Einari. Það var líka skemmtilegt svona þegar maður var var hættur að taka eftir áhrifum kvöldsins á undan. Geggjuð íbúð. Orð kvöldsins var: "Þversum".
Svo leið vikan með vinnu, svefni og kaffihúsaferðum. Nú á föstudagskvöldið var það svo Kirkjukór (eða kirkjubjór eins og Siggi segir) Íslenska Safnaðarins sem réðst í hús hjá mér, bjó til mexíkanskan mat, drakk frá sér ráð og rænu og rústaði íbúðinni!!! Nei nei þetta var kannski svo slæm. Leit hinsvegar ekki vel út þegar ég kom fram eldsnemma næsta morgun skel þunnur. Jæks!! Var ekki lengi að skríða uppí aftur. Ég held ég hafi svona innst inni verið að vona að allt væri spik and span þegar ég færi á fætur næst. Ekki var það svo :(. Steinar kom svo bjargandi hendi og hjálpaði mér að taka til. Svo fórum við í kaffi og svo var það bara Pizza og TV það sem eftir var kvölds. Ég er bara guðslifandi feginn að ég er að vinna næstu helgi!!

Skál í boðinu!

föstudagur, apríl 08, 2005

Hey, Mr. DJ, I Thought You Said We Had a Deal

Ég sá skemmtilega frétt í danska ríkisimbanum hér um daginn. Þannig var að 3 útvarpsmenn á útvarpsstöðinni The Voice (sem sumir kjósa að kalla The Noice) voru eitthvað að grína og mönuðu hlustendur til að fara inn í bakarí og henda vínarbrauði, eða einhverju álíka, í hausinn á afgreiðsludömunni og mundu þeir veita viðkomandi einhverskonar verðlaun fyrir vikið. Þeim til mikilla armæðu var maður nokkur sem tók þetta alvarlega, fór í næsta bakarí og framdi ódæðið. Að sjálfsögðu fór bakaríið í mál við útvarpstöðina og nú eiga útvarpsmennirnir yfir sér háar fjársektir. Frekar dýrt spaug það. Ekki fylgir sögunni hvort áðurnefndur ódæðismaður fékk verðlaunin sem honum hafði verið lofað.

sunnudagur, apríl 03, 2005

1. Apríl

Jæja, þá er kannski tími kominn að afslöra (eins og daninn segir) aprílgabbinu sem var nú greinilega ekki nógu gott og held ég að fáir hafi trúað því. Ég er sem sagt ekki á leiðinni til Afríku.
April Fools

föstudagur, apríl 01, 2005

Afríka

Jæja ....stórfréttir dagsins!
Ég er búinn ad vera í sambandi nú í tæpt ár vid konu eina í Afríku...Fílabeinsströndinni nánartiltekid og er ad fara ad flytja til Afríku 22.Mai, búinn ad kaupa midann og allt og er ad fara í sídustu sprautuna á mánudaginn!!!!. Já eins og John Lennon sagdi: " Life is what happens to you while you are busy making other plans." nánari upplýsingar sídar!
Nonni