laugardagur, janúar 29, 2005

New look!

Þá er ég búinn að endurnýja síðuna mína. Nýtt lúkk, fleiri tenglar, myndir, ensk útgáfa og þetta er bara byrjunin. Næsta skref er að hafa þrívíddarmyndir af sjálfum mér sem sveimar í kringum þig meðan þú lest bloggið.......ok ok, ég er að ljúga...you got me!! Komið endilega með Comments á síðuna. Er þetta framför, afturför, jarðarför geimför, fingraför, you get the picture (búinn að drekka allt of mikið kaffi í nótt!). Bara segðu þína meiningu og dragðu ekkert undan! Hverjir lesa annars þessa síðu...Manntal takk...allir að láta vita af sér, allt í þágu vísinda og framfara í heiminum. Er einhver hér með blogg sem ég er ekki með link á? Látið allt vaða. Já og svo ef einhver er með myndir sem ég gæti skellt á síðuna. Þær sendast á nonnicool@gmail.com
chao y hasta la proxima vez :)

laugardagur, janúar 22, 2005

With a Twist!

Jæja, það er best að láta vita af sér svo fólk fari ekki að kvarta (yfir öðru en prentvillum). Búinn að vera tvisvar veikur í þessum mánuði (þessi Íslandsferð fór alveg með mig;). Fyrst var það kvefpest og svo magapest. Ég held að vinnuveitandi minn ætti að gefa mér kauphækkun eða a.m.k. kjósa mig starfsmann mánaðarins vegna þess að bæði skiptin varð ég veikur í mínum eigin frítíma(ekki væru nú allir sáttir við það).
Ég náði þó í veikindunum að klára bókina Sakleysingjarnir, eftir Ólaf Jóhann og verð að segja að ég var bara nokkuð sáttur. Skemmtilega sagt frá og alltaf eitthvað í gangi í heimi hinna "saklausu".

Ég var víst einhverntíman búinn að lofa Árna bró að koma með umfjöllun/dóm á söngleiknum Óliver sem verið er að færa upp hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur sjálfur heiðurinn af 7 karakterum (skiptir 9 sinnum um búning! Ég tek hattinn ofan). Þetta var í heild vel heppnað verk, þó svo ég hafi ekki séð aðrar uppfærslur og hafi ekkert að miða við. Ég verð að segja að Fagin stóð uppúr (að öðrum ólöstuðum) og tókst með skemmtilegum "trúðslátum" að halda réttri stemmingu á þessari barnasýningu. það kom líka fram í hópatriðunum enda voru þau með eindæmum velheppnuð á hefði sýningin ekki verið neitt neitt án þeirra. Krakkaskarinn sem þarna tróð á fjalir stóð sig svo vel að ég átti ekki orð. Ólíver sjálfur virkaði svolítið óstyrkur í rödd og leik og átti stundum erfitt með sig, að fara ekki að hlægja þegar Fagin var eitthvað að vasast í honum (enda vasaþjófur ha ha ha ;). Ég efast þó ekki um að hann hefur náð að slýpa það af sér stráksi enda sá ég bara generalprufuna og það hefur sennilega verið mjög stressandi fyrir ekki eldri dreng (11). Þótt tónlistin hafi verið bókstaflega í bakgrunninum(mjög kúl uppstilling faktíst)þá var hún oft í forgrunni í sumum atriðunum, svolítið of mikið blast á mússíkinni miðað við allt hitt. Það gæti þó haft áhrif að ég sat á næstfremsta bekk og kannski ekki verið eins áberandi aftar í salnum. Þrátt fyrir að sýningin hafi verið mjög góð í heild sinni væri jafnvel ráð að niðurtóna ofbeldið örlítið (þetta á jú að vera fyrir börn) og þegar Nancy er drepinn mætti alveg spara barsmíðarnar og jafnvel sleppa blóðinu. (vona að ég hafi ekki eyðilagt endirinn fyrir einhverjum;). Þess má geta í lokin að Árni nokkur Friðriksson stóð sig frábærlega og varla séðst annað eins á fjölum LA og þó víðar væri leitað.:)
Chao, hasta pronto!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Great Expectations!

Jæja, þá er bara að demba sér í þetta eftir rólegheitin (þ.e.a.s. við skriftirnar) um hátíðarnar. Jólin voru frekar róleg fyrir utan brjálað veður á aðfangadagskvöld og brjálað partí hjá Skara á annan í Jólum. Á milli jóla og nýárs var svo fjölskylduboð hjá Eló systir sem heppnaðist með eindæmum vel og hlýtur hún þakkir fyrir. Besti punktur kvöldsins var að sjálfsögðu þegar við Sverrir bró kepptum við hana og Siggu Láru (kærastan hans Árna bró) í Singstar á laginu "Girls Just Wanna Have Fun" Við Sverrir sungum í falsettu og rúlluðum píunum upp...sÖKkvur!!!(smá lókal húmor).

Á gamlárskvöld átti svo að endurtaka veðrið frá aðfangadagskvöldi og öllum brennum frestað og ég veit ekki hvað...en ekkert gerðist og það var dúnalogn alla nóttina, nema inn á Oddvitanum þar sem ónefndir frændur og félagar þeirra hoppuðu og skoppuðu til klukkan...ehh...anyone.? Ég man það allaveganna að eftir ballið spjölluðum við Óskar heima hjá Skara þar til að hann hváir við: "Jón! Er klukka orðin átta?!!" WE ARE CRAAAAAAAZZY BASTARDS! Þess má geta að skaupið var bara annsi gott þrátt fyrir slæmar spár völva sem og annara.

annar jan. átti nú bara að vera rólegur og var planlagt spilakvöld heima hjá Þórði og Öllu sem endaði með viskí kvöldi. Síðustu tveir tímarnir fóru svona frekar fyrir ofan garð og neðan hjá pistlahöfundi(Þórður þú mátt endilega fylla í eyðurnar, en talaðu samt við mig fyrst;). Er annars eitthvað Viskí eftir heima hjá ykkur???

Þriðji jan. fór í að horfa á fótbolta og bíða eftir að vita hvort það yrði flogið suður. Það varð svo ekki og ég gisti hjá Árna bró. Ég komst svo suður um 4 leytið, 4.jan en missti af vélinni til Köben. Gisti í góðu yfirlæti, að venju, hjá Halla Töff, stórþýðanda og RUSH aðdáenda; og hröklaðist svo eldsnemma til Köben daginn eftir og var kominn þangað á hádegi. Þar var 10 gráðu hiti og sól!! Svo var hvílt örlítið og svo drifið sig í vinnuna.

Síðustu helgi var ég svo með einhverja ræklans kvefpest en var að mestu búinn að jafna mig á sunnudagskvöldið þegar Óla beib kom með hangikjöt til okkar og við héldum heljarinnar veislu þar sem mættu í allt 11. manns. Síðan hefur gerst lítið. Jú, ég búin að fara einu sinni í ræktina (áramótaheit...eitt af mörgum).
Bjöggi er nú fluttur út og í stað hans kom Kiddi. Hlutfallið á milli sam- og gagnkynhneigðra í íbúðinni er þó enn það sama(1-3).

Hér að lokum má geta að ég hef mikklar væntingar til sjálfs míns á þessu ári. Fullt af árámótaheitum og verður árið örugglega viðburðaríkt. Það er allavegana mín völvuspá fyrir þetta árið, einföld og bara fyrir sjálfan mig...þá kannski rætist hún...hver veit.



sunnudagur, janúar 09, 2005

Hamingjuóskir!

Til hamingju með afmælið Þórður bró. Orðinn 39, bara eldgamall ;) Hei! Bíddu við, það þýðir að ég verð 38 á þessu ári!!! AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!!!
Kær kveðja,
Nonni