miðvikudagur, október 27, 2004

Bloggara er best að lifa

Nú er ég í vinnunni enn eina ferðina (ég blogga bara í vinnunni svo ég veit ekki alveg afhverju ég var að taka það fram...humm). Nú en það er frekar rólegt hér núna svo ákvað að nota tækifærið og lýsa ánægju minni yfir þessum ágæta miðli sem bloggið er, og finnst mér að fleiri ættu að tileinka sér það. Í tilefni af því: Til hamingju með bloggið þitt Elísabet :) Þetta er allt í rétta átt. Ég mæli sem sagt eindreigið með þessu. Svo smá blogg leirburður (bloggburður) í restina. Have a nice day all and everyone. :)

Bloggið er gott og gagnast þér
Gengur nú ekki annad
Hve magnadur sá miðill er
Mörg dæmi hafa sannað

Með linkum góðum, litmyndum
Og lærdómsríkum sögum
Auðvelt að læra og fræðast um
Á ekki mörgum dögum

Þú ættir að prófa því þetta er snilld
Það gaman er að því að vinna
Svo brátt getur birjað að blogga að vild
Og bætist í hóp okkar hinna

EBB

mánudagur, október 25, 2004

Johnny the word warrior

Prófaði IQ test á netinu um daginn og fékk 122 það er nú gott að vita að er maður er ekki alveg út af kortinu. Þó maður virki svolítið klikk á köflum :)
"Jon, you are a Word Warrior.
This means you have exceptional verbal skills. You can easily make sense of complex issues and take an unusually creative approach to solving problems. Your strengths also make you a visionary."


Já það er svipur með þeim félögum ;)

Þess má geta að mér var bennt á annað IQ test á www.jubii.dk og þar fékk ég 130...hvort er meira að marka veit ég ekki en veðja á að seinna testið sé réttara. ;)

fimmtudagur, október 21, 2004

Pedro Almodóvar er snillingur!


Atriði úr nýjustu mynd Pedro Almodóvar: La Mala Educatión

Já það eru ábyggilega margir sammála mér í því og ef fólk vill samfærast um að honum fer ekki aftur með árunum, þá mæli ég eindreigið með nýjustu mynd hans: La Mala Educatión. 'Eg tek samt fram að þessi mynd er ekki fyrir fólk með hommafóbíu, það er vart konu að sjá alla myndina. Myndin fjallar um tvo vini sem voru saman í drengjaskóla þar sem annar þeirra var misnotaður kynferðislega. Þeir hittast svo mörgum árum seinna. Annar þeirra er frægur leikstjóri og hinn kemur með til hans handrit sem fjallar um æfi hans, þar sem ýmislegt kemur í ljós og ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera.
Það er frábært hvernig hann (Pedro) kemur manni á óvart á 15 mínútna fresti og svo var alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Myndatakan er geðveik og leikararnir ótrúlega samfærandi. Ef myndin verður ekki tilnefnd til 'Oskarsverðlauna þá er ég illa svikin. Mæli eindregið með þessari mynd. ******

föstudagur, október 15, 2004

'I helgarfrí ég fer tralllalala

Já þá er maður bara á leið í 4 daga helgarfrí eftir "erfiði" sídustu vikunnar. Fór á brunaæfingu í vinnunni í fyrradag og svo beint á Dinnershow í Cirkus byggingunni. Glæsilegt sjó þar sem þjónustufólkið var líka í aðalhlutverki á sviðinu bæði með dans og söng (Elvis kom meira ad segja og sagdi: "Thank you very much, it is good to be alive"). Alveg svaðalega prófessjónalt hjá þeim. Það besta var að þetta var frítt! Svo í gærkvöldi fór ég lika út að borða á kostnað hótelsins eitthvað flugvallarfólk sem kom og við fengum að borða með ef við vildum. Svo það getur stundum borgað sig að vinna hér. Jæja, best að fara að huska sér heim að sofa enda er klukkan orðin 7 að morgni!!!

mánudagur, október 11, 2004

Kominn er vetur og senn koma jól

Já þá er bara kominn skítakuldi í baunalandi og ekki seinna vænna að pannta sér far til klakans um jólin sem ég afrekaði í gær. 'I dag fékk ég svo email um eitthvað tilboð hjá icelandexpress. rats! aðeins of seint. það er best að vera ekkert að kíkka nánar á það til að svekkja sig. 'Eg fékk miðann á 21.510 sem er alveg ágætt verð held ég bara. Og það með Icelandair. 21.des - 4.jan. Þá er bara að fara að kaupa jólagjafir enda ekki ráð nema í tíma sé tekið.

Kominn er vetur og senn koma jól
Kuldinn hann hvílir sem mara
mig langar helst eitthvert í sumar og sól
maður ætti að skella sér bara.


Er det ikke smukt. :)

miðvikudagur, október 06, 2004

American Idiot!

Nú halda allir að ég sé að fara að fjalla um George W. Bush og það er að hluta til rétt hjá þeim. 'Eg var að kaupa nýjasta diskinn með Green Day um daginn og er textinn við titillagið vel viðeigandi á þessum síðustu og....:
American Idiot.
Don't want to be an American Idiot
Don't want a nation under the new mania
Can you hear the sound of histeria
The subliminal mind fuck America
Welcome to the new kind of tention
All across the alienation
Where everything isn't meant to be OK
Television dreams of tomorrow
we're not the ones meant to follow
for that's enough to argue
Maybe I am the faggot America
I'm not a part of a redneck agenda
Now everybody do the propaganda
And sing along to the age of paranoia
Don't want to be an American Idiot
One antion controlled by media
Information age of histeria
Calling out to idiot America

.

Diskurinn er mega góður, sennilega það besta sem komið hefur frá þeim í háa herrans.
*****