laugardagur, febrúar 26, 2005

Puttin' on the Palace

Eins og þið sjáið þá leiðist mér ógurlega og er faktíst bara að drepa tíman þangað til það gerist eitthvað spennandi. Nú ætla ég til dæmis að fara að fá mér eitthvað að borða. Þið þurfið ekkert frekar að lesa þetta ef ykkur fynnst þetta ekkert spennandi. Kjams kjams kjams kjams kjams. Ekkert að gerast. Á morgun ætla ég að taka pútterinn minn með og við Henrik ætlum að fara í minigolf í lobbíinu. Kannski bjóðum við einhverjum gestum að vera með og höldum smá mót. "Palace Open". Við slökkvum bara á vídeókamerunum á meðan svo séffinn komist ekki að því ;).


Útsýnið mitt akkúrat núna, nema að þetta borð sem er á miðju gólfinu hefur nú bara verið sett þarna á meðan á myndatöku stóð. Átjánda hola í "Palace Open" verður við hliðina á tröppunum hægra megin.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

K-a-f-f-i !


Ég heyrði það í dag að kaffi væri kannski ekki eins óhollt og af væri látið. Það voru víst einhverjir vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu. Þótt ég selji það ekki dýrara en ég keypti það, þá ætla ég allaveganna að trúa því þar til annað kemur í ljós. Ég hef því verið að halda upp á daginn með því að drekka þennan kjarnadrykk í ómældu magni. Sem er einnig ástæðan fyrir því að ég sit hér heima hjá mér kl.2:30 að nóttu og skrifa þetta. Ég á nú samt von á að ég geti sofnað einhverntíman á mánudag eða þriðjudag í næstu viku svo hafið engar áhyggjur.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Do remi fas ola tito


Það er bara voða lítið að gerast í mínu lífi í augnablikinu. I'm so bored!Dratthalaðist reyndar á kóræfingu á miðvikudaginn og var það afrek vikunnar. Það á að fara á kóramót til Gautaborgar aðra helgina í Mars og verður það sjálfsagt mikið húllumhæ eins og venjulega. Þar verða íslenskir kórar frá Kaupmannahöfn, Lundi, Gautaborg, Osló, London og Luxemborg.

Svo vil ég nota tækifærið hér og bjóða Sverrir bróðir sérstaklega velkominn á bloggið eða "böggið" eins og hann kallar það. Velkominn! :)

laugardagur, febrúar 12, 2005

I'm a sick bastard!

Nú voru sjálfsagt einhverjir farnir að hugsa: "jæja, það er mikið að hann viðurkennir það"...en það var nú alls ekki þannig meint og skammist ykkar fyrir að hugsa svona! ;) Nei þannig er málið að ég er búinn að liggja í flensu nú í nokkra daga og er þetta þriðja veikindatörnin hjá mér á einum mánuði!!! Ekki birjar árið vel hjá mér. En...fall er fararheill!:).

Til að bæta gráu ofan á svart, eða réttara sagt hvítu ofan á grátt þá var að birja að snjóa og á víst eftir snjóa annsi mikið í dag. Svo maður heldur sig sennilega bara innandyra með heitt kakó fyrir framan arininn (þ.e.a.s. ef ég væri með arinn).

Svo fórum við Steinar á lögreglustöðina í dag til að bera vitni. Við slysuðumst á þorrablótum síðustu helgi eftir smá Hekkenfeld "auka" myndbandsupptökur. Þar var náttúrulega mikið drukkið með tilheyrandi misþyrmingu á innanstokksmunum og slagsmálum. Við Steinar urðum vitni að líkamsárás og þurftum að gefa skýslu og mættum svo í yfirheirslu hjá löggunni í gær. Við þurfum að öllum líkindum að mæta í réttinn eftir nokkrar vikur. Sem sagt: "Stanno tutti bene".

arivaderchi

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Going South (Park)

Þá er maður farinn á fullt að plana næsta stórferðalag og var í því tilefni skroppið á Rejse Messe í Bella Center.Það vildi svo heppilega til að ég rambaði fljótlega á Iceland Experience standinn þar sem var boðið upp á hangikjöt og brennivín. Eftir að hafa innbyrgt slatta af hangikjöti og drukkið nokkur staup af brennivíninu(svo lítið bar á), var ég í góðu formi til að röllta um svæðið. Ég kíkkti á ferðir til S-Ameríku og kommst að því að flugferð til Quito, Ecuador og heim frá Rio, Brasilíu myndi kosta ca. 7000,- Dkr. sem eru ca.75.000 íslenskar(borgaði 9000,- síðast).Svo voru skoðaðar golfferðir, heimsreisur, ferðafatnaður og ýmislegt skemmtilegt. Eins og málin standa í dag er meiningin að leggja í hann í byrjun Oktober og koma heim í lok mars.

Lauslegt ferða plan er: Ecuador-Chile-Argentina-Uruguay-Brasilia.

Svo fyrst ég er að minnast á Ameríku, þá er ekki úr vegi að nefna annsi skemmtilega kvikmynd sem ég sá um daginn, nefnilega brúðumyndina
Team America (World Police).
South Park gengið heldur áfram að gera grín að bandaríkjamönnum og tekst bara bærilega upp. Myndin fjallar um heimslögregluna Team America sem rýkur til í hvert skifti sem hætta er á hriðjuverkum í heiminum (hljómar kunnuglega ekki satt). Það fer þó brátt að renna á fólk tvær grímur þegar Team America gengið veldur meiri usla en hriðjuverkamennirnir! Það er nóg um kynlíf(mögnuð sena) og ofbeldið í þessari mynd og á það sjálfsagt eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum. Það er einfaldlega allt látið flakka. ****

Team America:
Annsi gott grín eða of gróft spaug?
Hvað fynnst þér?