fimmtudagur, maí 26, 2005

It's Kickin' In

Já það er nú smám saman að renna upp fyrir mér að eftir rúm 10 ár er ég nú á sunnudaginn að kveðja Kaupmannahöfn í allaveganna tæpt eitt ár. WOW! Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni auk þess sem ég er með gesti og þarf að pakka, kveðja alla og halda partí á föstudagskvöldið. Ó MÆ GOD! Ég hef varla tíma til að sofa! Ég er í stress kasti og er alveg viss um að ég gleymi að gera eitthvað mikilvægt áður en ég flýg á sunnudaginn. Ég var til dæmis að átta mig á um daginn að passinn minn rennur út í júlí...svo ég þarf að endurnýja áður en að Suður Ameríku kemur. En einhvervegin reddast þetta nú allt eins og venjulega....vona ég.

Á skemmtilegu nótunum get ég tilkynnt að hún Óla mín ætlar að koma með mér til S-Ameríku, svo þetta verður enn betri ferð fyrir vikið.....:) :) :) gleði gleði.
Reikna með að við göngum frá miðunum á morgun eða föstudaginn. Bara allt að gerast!!!

Svo er nú ekki úr vegi að enda þetta öðrum glæsilegum tíðindum:

Liverpool vann Champions League eftir æsi spennandi úrslitaleik við AC Milan, þar sem AC Milan var 3-0 yfir í hálfleik en Liverpool jafnaði á 6 mínútum í seinni hálfleik og vann svo eftir vítaspyrnukeppni. Ég hef bara ekki séð annað eins síðan harðindahaustið mikkla 1979.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Damn Good Times - Part II (Live)

Helgin var vægast sagt viðburðarík! Mun ég nú reyndar stikla á stóru hér því að sumt er bara hreint ekki við hæfi hér, off limits eða bara leindó...he he ;)
Eló Systir kom á fimmtudaginn og við byrjuðum að sjálfsögðu að fara á Café Oscar og fá okkur "létta hressingu". Ég fór svo á æfingu en Eló fór í Tivolí. Æfingin gekk vel. Biggi öskrari kominn frá Íslandi (höfðum líka æft kvöldið áður) og allir í gírnum. Það var komið frekar seint heim þá nóttina.

Föstudaginn fórum við Eló í Brunch á Café ZEZE og svo tókum við sightseeing túr með tilheyrandi skyldu stoppum á Nýhöfn og við mjög litlu hafmeyjuna. Um kl. 17:30 mættum við til vinar hans Stebba til að vera vitni að heims forfrumsýningu á myndbandinu við lagið Skítkast. Ég verð að segja að það var hreint út sagt mergjað...þó ég segi sjálfur frá, og voru allir sammála um það. Hann Ari leikstjóri er snillingur og á mikinn heiður skilinn. Það er ætluninn að reyna að koma því einhverstaðar að á íslenskri sjónvarpsstöð. Eftir myndbandsýninguna fórum við Eló og hittum aðeins Ólu og Una. Það var svo farið snemma heim enda stór dagur framundan.

Laugardagurinn var tekinn snemma og farið í dýragarðinn. Eftir það fórum við niður á Eyrarsunds Kolleggi í rót og hljóðprufu. Það gekk ótrúlega illa að fá allt til að virka og voru endalaus vandamál sem þó tókst flest að leysa á endanum. Við tókum prufu og ég fór svo heim og gerði mig kláran í slaginn.
Húsið opnaði svo kl. 21:00 og upphitunarhljónsveitin birjaði skömmu síðar. Það var hljómsveitin Passload frá Spjald á Jótlandi. Sem er skipuð sex 14-15 ára gömlum strákum. Þeir stóðu sig alveg eins og hetjur. Hekkenfeld steig svo á stokk upp úr kl. 23:00, eftir að myndbandið við Skítkast var frumsýnt á stórskerm við mikinn fögnuð og hlátur viðstaddra...enda bráðfyndið. Ég verð að segja að í fyrstu 3-4 lögunum vorum við hálf stirðir (Þórður: óheppinn að þú fórst svona snemma heim!) en svo fór að lifna yfir okkur og eftir hlé vorum við, sem og allir viðstaddir, í bana stuði (takk Jack!;). Að venju spiluðum við mikklu lengur en við ætluðum enda viðstaddir komnir í mikinn ham. Ég giska á það það hafi verið ca. 70-80 manns sem voru á tónleikunum og við náðum að selja 12-15 diska sem er nú bara nokkuð gott. Eyvör Pálsdóttir var með tónleika á sama stað nokkrum mánuðum fyrr og seldi ekki einn einasta disk! Eftir tónleikana fóru flestir hljómsveitarmeðlimir á pöbbin og héldu áfram að djamma og halda upp á vel heppnaða tónleika.

Á Sunnudeginum var mætt í messu og sungið eftir 4 tíma svefn. Ekki málið! Tókst bara þrusu vel þrátt fyrir að nokkuð margir kórmeðlimir hefðu heldur vilja vera heima undir sæng enda voru flestir á tónleikunum kvöldið áður. Eftir það fór ég að taka til eftir ballið og fór svo með systur minni (sem var eitthvað slöpp greyið einhverra hluta vegna);) á Café Oscar þar sem við hittum Ólu, Sigga Bassa og Steinar.
Þetta var sem sagt - all in all - vel heppnuð helgi. :) :)

Mig langar í lokin að minna fólk á heimasíðuna okkar www.hekkenfeld.dk og er þar m.a. hægt að taka þátt í nýrri könnun. :) Ég læt ykkur svo vita um leið og diskurinn verður fáanlegur á Íslandi. Hér í Danmörku er t.d. hægt að pannta hann á heimasíðunni eða kaupa hann á Kaffi Jónas.

Exquisite Dead Guy

Var að drepa tíman á næturvaktinni og tók þátt í "What Famous Leader Are You?" könnun sem ég sá á blogginu hans Bjögga. Ég verð að segja að ég er frekar ánægður með útkomuna. :) Hvað finnst ykkur? Passar þetta ekki við mig? Veit nú reyndar ekki alveg þetta með "dying tragically on a mountain...." !!


What Famous Leader Are You?
personality tests by similarminds.com

mánudagur, maí 09, 2005

Damn Good Times

Já það er ekki spurning að það verður gaman hjá okkur í Hekkenfeld í vikunni sem er að hefjast, svo og hjá þeim sem koma á tónleikana okkar 14.Maí.
Ef einhverjir eru í vafa um hvort það sé stuð á Hekkenfeld tónleikum þá bendi ég fólki á að kíkka á tónleikamyndir, frá síðasta gigginu okkar, sem er á heimasíðunni www.hekkenfeld.dk . Þar eru líka fleiri nýjar myndir sem vert er að "tékka út". Til dæmis frá Stúdíóupptökum fyrir einu og hálfu ári síðan og frá upptökum á myndbandinu við lagið Skítkast sem verður heimsfrumsýnt á tónleikunum.

Það er svo annað fréttnæmt að hún Elísabet systir mín er að koma í heimsókn á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Það verður náttúrulega bara til þess að gera vikuna og helgina enn skemmtilegri og hlakka ég mikið til. Fyrir hana er það auðvitað mikill bónus að fá tónleika með Hekkenfeld með í kaupunum :). Þess má geta að bræður mínir Árni og Sverrir voru hérna þegar verið var að taka diskinn upp...skemmtileg tilviljun :).
Ég hlakka til að sjá sem flesta á tónleikunum og munið að það er ókeypis inn!

Mig langar svo að geta þess hér í lokin að okkar allharðasti aðdáandi Ágúst Østerby frestaði Íslandsferð til að geta komið tónleikana. Respect!!

fimmtudagur, maí 05, 2005

XTC vs. Adam Ant

Nú erum við í Hekkenfeld að vinna að gerð nýrrar heimasíðu og langar mig að biðja ykkur að dæma hvor ykkur finnst betri: Sú Gamla eða sú Nýja.Við erum ný búnir að uppdeita gömlu síðuna og henda inn slatta af nýjum myndum. Það er líka uppi sú hugmynd að nota gömlu síðuna áfram og nota svo nýju síðuna sem einskonar blogg síðu fyrir fréttir og spjall og þar fram eftir götunum. Hvað finnst ykkur?
Svo vil ég nota tækifærið og minna fólk á nýjustu myndirnar mínar sem eru frá kórpartíinu sem haldið var á Ny Østergade í Apríl.
þar til bráðum,
Hasta la Pasta :)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Wearing a raincoat

BOOM! Skall á okkur þrumuveður í dag og það á víst að rigna slatta á næstu dögum og ekki mikið um sól. Það er kannski eins gott þar sem ég hef ekki mikinn tíma til að sóla mig. Eintómar æfingar með bandinu og undirbúingsvinnan fyrir tónleikana 14. Maí í fullum gangi.
Annars fór ég á Pan á föstudagskvöldið og söng í karioke og dansaði eins og herforingi til kl. 4:00....en ég segi nú bara eins og Danny Glover í Lethal Weapon: " I'm getting too old for this shit!" Gott ef ég sagði það ekki við sjálfan mig þegar ég vaknaði 3 tímum seinna til að fara á Hekkenfeld fund! Ég vissi nú reyndar að það var von á góðu á þeim bænum enda er Skari Pönk alltaf höfðingi heim að sækja.:) Daginn eftir var æfing og svo var farið í Fælledparken og fagnað 1. Mai ásamt öllum kófdrukknu unglingunum sem ekki hafa hugmynd um hvað þetta snýst allt saman, finnst bara gaman að koma á ókeypis útihátíð.
Svo kom Óla haltrandi í mat til okkar í gærkvöldi...greyið stúlkan var víst að snúa sig um helgina...æ æ :(
Ég er að vinna í að draga hana með mér til S-Ameríku og er hún bara orðinn nokkuð heit. Ég vona svo sannarlega að það takist...hún hefði nú líka svo gott að því að komast í gott ferðalag og lenda í fullt af æfintýrum sem hún á aldrei eftir að gleyma. Heyrir þú það óla?! :)