þriðjudagur, nóvember 30, 2004

First Denmark and then the WORLD!!!!

Ég var að horfa á fréttirnar í gærkvöldi þeger þeir skelltu 10 mínútna umfjöllun um Ísland í smettið á manni. Það er bara brjálaður uppgangur í þjóðfélaginu og Íslendingar fjárfesta í danaveldi eins og vitlausir væru. Það kom til dæmis í ljós að Ísland er 7. ríkasta þjóð heims!!! og ekki lýgur ríkissjónvarpið danska! Ísendingar fjárfestu fyrir 300 milljónir D.kr. hér á síðasta ári og það lítur út fyrir að í ár fari upphæðin upp í 10 milljarða D.kr.!!!!(þar af hálfur milljarður í Magasin Du Nord) Já það er ljótt þegar 7. ríkasta þjóð heims hefur ekki efni á að borga kennurum - já og bara yfirleit flestum öðrum starfsstéttum - mannsæmandi laun.
---And now fore something compleatly different.
Ég fór á helv. skemmtilega mynd í bío í fyrradag:
The Incredibles

Brjálæðislega vel gerð og mega fyndin. Handrið er brilliant skrifað af Brad Bird sem einnig er rödd Ednu "E" Mode í myndinni. Besta atriðið: "Edna Mode..................................and guest" Ég mæli eindregið með þessari mynd ef þú villt kítla hláturtaugarnar :)Besta Ameríska mynd sem ég hef séð í ár. Ég vona svo sannarleg að það komi númer 2.******
Svo fór ég í Tívolí. Alltaf jafn skemmtileg stemningin þar á jólamarkaðinum. Annars gerði ég lítið annað um helgina, jú, ég fór með Steinari (and friends) á Sabor Latino (salsatek) á laugardagskvöldið. Bara dúndur stuð. Ætti að gera þetta oftar. Alltaf hollt að hrista skankana vel og vendilega.
Svo las ég The Da Vinci Code um helgina. Ótrúlegt kúl plott. Jólagjöfin fyrir lestrarhestinn í ár. Eiginlega gerði ég helling um helgina...svei mér þá.
Þar til næst...

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Et aften I Ungdomshuset!

Fann þetta skemmtilega ljóð á netinu.

En aften i Huset
(Matias Jensen)

Støj
Øl
Bordfodbold
Punkere
Skins,
Øl
Læder
Sved
Hård rytme,
øl.

Sidder ned, en lille hund gnaver i mit sæde,
Pigen griner, kalder den hen til sig.
Hunden er ulydig, men lægger sig til sidst på hendes læderjakke,
På gulvet.
Dyret gnaver lystigt i hendes støvle mens hun går,
Druk.

Ryger lidt,
drikker lidt,
Tid til musik.

Uro.
Paragraf 119.
Hekkenfeld.
Guddommelig Galskab.

Og det er DETTE I vil tage fra os!!??

Glem det.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

'Tis the season - one month and counting!

Jæja, þá er brjálæðið að birja aftur hvort sem fólki líkar betur eða ver. Það er nú vika til 10 dagar síðan skreitingarnar birjuðu að skjótast upp hér eins og gorkúlur og nú líður ekki á löngu þar til jólalögin fara að glymja aftur í útvarpinu. Ég fór í kveðjupartí til Lilju á laugardagskvöldið og það var skítakuldi og hálka bara eins og maður er vanur að norðan...maður fékk bara heimþrá :). Nú fer maður að kíkka í Tivolí og á Hviids vinstue í glögg og piparkökur til að komast í réttu stemninguna en það er sennilegt að maður bíði nú allaveganna fram yfir mánaðarmót. Annars var þetta feyki öflugt partí hjá henni Lilju og innbyrgt ösköpin öll af fljótandi veigum ýmiskonar. Vinur fiskimannsins, veiðimeistarinn og sá gamli danski héldu uppi skemmtiatriðum sem féllu í góðan jarðveg, allaveganna þar til næsta dag;).
Það var töluvert sjokk í vinahópnum þegar Lilja ákvað að flytja til Íslands, mér varð svo mikið um að ég lét snoða mig með det samme. Það er nú bara enginn sem getur klippt mig eins vel og hún svo ég gat alveg eins bara rakað allt hárið af mér. Jæja, klukkan að verða 7:00 ég ætla að sjá hvort ég get ekki nappað mér einhverjum morgunmat á veitingastaðnum.
adios todos!

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Með hundinn á hælunum!

Já þeir hekkarar voru á banastuði um helgina við myndbands upptökur í kóngsins köben og fór það fram hjá fáum sem voru staddir á ráðhústorginu milli klukkan 13:00 og 17:00 á laugardeginum. Við tókum upp á Palace Hotel (í einu fundarherberginu) á föstudagskvöldinu með tilheirandi villibráðar dinner á eftir. Á laugardaginn mætti liðið (ekki allir alveg á áætlun enda smá skrall kvöldið áður) á ráðhústorgið með "hundaskít" í poka sem var snilldarlega búin til úr súkkulaðikökudeigi - í anda meistara Hitchcock.
Svo kom vinur Stebba með hundinn sinn og upp hófust leikar með skítkasti, öskrum, stimpingum og eltingaleik um torgið. Það var ekki laust við að vegfarendur rækju upp stór augu á meðan við hin veltumst um af hlátri yfir aðförunum. Svo var að sjálfsögðu haldið áfram fram á nótt í æfingaherberginu með tilheirandi pönki og látum. Við afrekuðum að týna trommaranum, en gátum haldið áfram að spila þar sem Ari Eldjárn kvikmyndatökumaður m.m. settist við skinnin og barði þau til óbóta. Daginn eftir náðu þeir Ari og Biggi söngvari -ég meina öskrari- næstum því að missa af fluginu sínu til Íslands. Já það er rokk í þessu! Þá er bara vonandi að afraksturinn láti sjá sig á einhverri sjónvarpsstöðinni á klakanum á nýja árinu. Nóg í bili klukkan orðin 7:00 og ég ætla að fara heim að sofa! Pönkið lifi!

föstudagur, nóvember 12, 2004

Sunset

var aðeins að prófa www.flickr.com En þar getur maður geymt helling af myndum sem maður getur notað á blogginu síðar eða eitthvað. Sniðugt! Þarf aðeins að skoða það betur og sjá hvaða möguleika þetta bíður uppá.

Sólarlag .

Er thetta ekki sætt sólarlag?

mánudagur, nóvember 08, 2004

Annar möguleiki í stöðunni!


Já ég hugsa að margir bandaríkjamenn
væru til að breita landamærunum aðeins!


Já það var ekki skemmtilegt að vakna daginn eftir kostningarnar í Brandrarríkjunum og komast að því að nú væri fokið í flest skjól!!! Það er bara engin hér í danaveldi sem skilur hvernig þetta er bara yfirleitt hægt!!! Það er víst allt að verða vitlaust vestra og ætli það endi ekki bara með borgarastyrjöld!!! (já það er ekki spöruð upphrópunarmerkin í þessum pistli!!!).

Á léttari nótunum, þá er Biggi Hekkenfeld söngvari að koma í heimsókn um helgina og vid ætlum að taka upp vídeó. Við æfðum pínulítið á laugardagsmorguninn og ég í fjarveru Bigga var látinn öskra. Ég held að ég sé ekki alveg búinn að jafna mig ennþá.
ble í bil,
nonni


miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Kostningar smosningar og aðrar hamfarir

Hér sit ég í vinnunni og fylgist með kostningum. Eins og er þá er Bush með 192 fulltrúa og Kerry 112 og þar sem ekki gengur allt of vel í augnablikinu þá er kannsli ráð að líta á annars konar hamfarir:


Annars var ég að borða hangikjöt um daginn. Við félagarnir á Ny Østergade buðum Lilju og Ólu í mat og tróðum okkur út af Eyfirsku hangikjeti með Ora baunum, Eyfirskum kartöflum, rauðkáli og hvítri sósu sem Lilja á heiðurinn af. Geisilega skemmtilegt kvöld. Ég hlakka til að koma heim um jólin og borða hangikjöt nánast annanhvern dag. Og mundu Lilja, Þú ætlaðir að ná í mig á flugvöllin :)
Mér brá frekar í brún í fyrrakvöld þegar ég fór að taka út pening í hraðbankanum. Þá tók ég eftir að það hafði verið tekið út af reikningnum mínum 5000 D.kr síðasta fimmtudag! Þar sem ég hafði ekki snert á kortinu í 2 vikur brá mér heldur í brún. Hálftíma seinna var ég búinn að loka kortinu. Þegar ég svo mætti í bankann morguninn eftir kommst ég að því að það hafði verið tekið 10.000 allt í allt (120.000 Í.kr)!! Eftir nokkrar taugastrekktar mínútur, kom þjónustufulltrúinn til mín með þær fréttir að það hefðu einhverjir óprúttnir náungar skannað kortið mitt (og ég var víst ekki sá eini) einhverntíman þegar ég hef verið að taka úr pening í hraðbanka niðri í bæ. Til þess notuðu þeir skanner sem þeir komu fyrir þar sem maður stingur kortinu inn. Ótrúlegt að svona sé hægt! Ég skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að það hafði ekki verið ég sem tók út þennan pening og var mér lofað að ég fengi allan peninginn til baka eftir tvo daga og nýtt kort eftir 5 daga. Það var maður töluvert léttari á sér (þó nánast ósofinn væri) sem hjólaði heim til sín kl. 12.00 í gærdag.
Já það er eins gott að hafa augun opin þegar maður er að taka úr peninga. Jæja þá er vinnutíminn farinn að stittast í annan endan og kannski best að fara að sinna skildustörfum. Svo er Kerry að draga á Bush. Bush er nú með 197 fulltrúa og Kerry 188. Svo það er aldrei að vita nema bjartur og fagur dagur sé í vændum.